Betra seint en aldrei...Hálfkák samt...

 

 

 Hélt fyrst þegar ég sá fyrirsögnina að nú væri að renna upp betri og mannúðlegri tíð fyrir frumbyggjana. En þessi svokallaða afsökunarbeiðni er fyrst og fremst stíluð á einn tiltekin atburð á því ómannúðlega framferði gagnvart frumbyggjum, sem Ástralíustjórn hefur stundað frá upphafi.

Þeim hefur í gegnum tíðina tekist ótrúlega vel að forðast umtal alþjóðasamfélagsins um meðferðina á frumbyggjunum. Einn af mörgum svörtum blettum í þeirri sögu er meðferð þeirra á börnum frumbyggjana, á árunum 1915 - 1969, en þau voru tekin frá foreldrum sínum, til að kenna þeim siði hvíta mannsins,  sú aðlögunar stefna hefur ekki borið árangur nema síður sé,enda kannski ekkert skrítið. En þessi afsökunarbeiðni er ekki borin fram af neinni sektarkennd eða eftirsjá vegna þeirra hörmunga sem þetta fólk hefur mátt þola.  ...en hún felur ekki í sér nokkra sekt Ástrala nútímans...

 Frumbyggjar hafa krafist milljarða dala í bætur. Stjórnvöld hafa hins vegar þvertekið fyrir það en hafa þess í stað lofað aukinni menntun og heilsugæslu fyrir samfélög frumbyggja.

Ekkert minnst á að skila þeim landi sem þeir hafa verið hraktir af eða neitt sem bitastætt getur talist, menntun og heilsugæsla eru sjáfsögð mannréttindi,og þetta loforð um aukna þjónustu í þessum málaflokki sýnir sennilega í hnotskurn hvernig stjórnin hefur staðið að málum frumbyggja fram að þessu.


mbl.is Ástralskir frumbyggjar beðnir afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband