2.2.2008 | 10:59
Möguleikhúsið slegið af eftir 18 ára starf. ???
...Við úthlutun styrkja Menntamálaráðuneytisins til leiklistarstarfsemi og úthlutun listamannalauna hefur komið í ljós að í ár hlýtur Möguleikhúsið, í fyrsta skipti í fjórtán ár, engan stuðning til áframhaldandi starfsemi. Áður hefur Möguleikhúsið fengið synjum við umsóknum sínum til Barnamenningarsjóðs, Menningarsjóðs félagsheimila og Fjárlaganefndar.
Hvernig væri að þessir sjóðir og fjárlaganefnd gerðu hreint fyri sínum dyrum og kæmu með rökstudda ástæðu fyrir þessari höfnun.
Það er alltaf verið að" tala um forvarnir " ég hefði talið að starfsemi Möguleikhússins flokkaðist undir slíka starfsemi þar sem það fæst eingöngu við starf tengt börnum og unglingum,einnig er þetta eitt fárra leikfélaga sem hafa ferðast um landið með efni sem tengist börnum og höfðar til þeirra.
Ég er ekki mikið kunnugur stafseminni, en það sem ég hef séð og heyrt rennir stoðum undir þá skoðun mína að ýmsir sem sækja í þessa sjóði á svipum forsendum séu ekki að skila meiri árangri.
Menntamálaráðherra og fjárlaganefnd ættu að sjá sóma sinn, og birta rökstuðning fyrir höfnuninni,og ef það vefst eitthvað fyrir þeim er ég viss um að Árni Matt, reddar þeim
.
Athugasemdir
Sæll Ari. Góður pistill. Forgangsröðun að mínu mati er oft röng. Manneskjan á að vera í fyrirrúmi í stað allskyns snobbs eins og sendiráðsbyggingar sem mættu vera smærri í sniðum og mætti spara mikla peninga í allskyns snobb og nota peningana til forvarnar og margt fleira í þeim dúr.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.2.2008 kl. 13:46
Frjálsu leikhúsin hafa sjaldan verið hátt skrifuð hjá hinu opinbera og furðulegt að svona starfsemi eins og Möguleikhúsið, hafi ekki fengið styrki áður! Íþróttastarfsemi er gott forvarnarstarf en það geta ekki alli spilað fótbolta og leikhús og önnur listastarfsemi þá góð leið fyrir unglinga að fá að njóta sín.
Bragi Einarsson, 2.2.2008 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.