Það er ekki allt gull sem glóir,þess vegna ekki nóg að reyna að slá ryki í augu

fólks með fagurgala og innantómum slagorðum, en það eru nú farnar myndast æðimargar rifur og göt, á þessi annars ótrúlegu endingar góðu leiktjöld Sjálfstæðisflokksins, og þá kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist.

..Við vitum að í haust varð ákveðið klúður, mistök af okkar hálfu... það er rétt,en mistökin lágu í því að halda að þau kæmust upp með það. 

... Við höfum nú fengið tækifæri til að sýna að það skiptir máli að Sjálfstæðismenn séu við stjórnvölinn í Reykjavík ... við vitum hver skapaði það tækifæri,og af hvaða hvötum.

Þess vegna verðum við sem fyrr að umgangast þessi völd af virðingu og með hagsmuni fólksins í borginni að leiðarljósi... það er umdeilanlegt hvort það var, eða verður gert.

 ... Ég vil meina að rótið sem varð við síðustu stjórnarskipti í borginni sýni að fólkið vill stöðugleika og ákveðna kyrrð... er hún búin að spyrja fólkið ? er mikil kyrrð eða sátt meðal borgarbúa um þennan svokallaða meirihluta ?

...Þorgerður kvað dóm almennings um frammistöðu Framsóknarmanna í borginni ljósan...   en telur ekki ástæðu til að gera nýja skoðanakönnun um borgarstjórann og stuðning við meirihlutann í borgarstjórn að umtalsefni.


mbl.is Fundað í Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

Já, hún er skrítin tík þessi pólitík!

Bragi Einarsson, 2.2.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ari . Það hefur nú ekkert alltaf verið logn í kringum Sjálfstæðisflokkinn frekar en aðra flokka. Það er líka fjör hjá sumum eins og þú hefur tekið eftir. Ég á greinilega fjöruga bloggvini.   Hér er einn hress fyrir þig:

" Þar sem trúarofstækiðnær undirtökum, einnig í stjórnmálum, verður heilbrigð skynsemi að lúta í lægra haldi - því miður." Sveinn Björnsson forseti Íslands. Morgunnblaðið, 19. júní 1947.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.2.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband