15.2.2008 | 20:06
Einu sinni borgarstjórnarmaður, alltaf borgarstjórnarmaður
Eins og, Altaf skáti ávalt skáti eða þannig sko.
Horfði á Kastljós og var undrandi á Sveini Andra,hann rembdist eins og rjúpan við staurinn, að verja Vilhjálm og gerðir hans. Ekki fannst mér hann mjög sannfærandi í þeim málflutningi. En það sem kom mér mest á óvart, var það að hann sér engan arftaka Vilhjálms í borgarstjórnarflokknum.Ef Vilhjálmur hætti, verði að leita út fyrir flokkinn til að finna hæfan borgarstjóra...
Athugasemdir
Martröð Íhaldsins er ekki hvort að Villi hætti eða ekki, heldur hver á að taka við, EF hann hættir. Eins og málin stnda núna ætlar hann að draga þetta eitthvað áfram. Spurninginn hvort að hann sé að gera félögum sínum greiða á meðan niðurstaða fæst um eftirmann hans.
Bragi Einarsson, 15.2.2008 kl. 21:38
Sæll Ari. Best væri að Ólafur myndi klára kjörtímabilið ef það verður ekki ein hallarbyltingin enn. Er ekki nóg að þurfa að borga þremur borgarstjórum laun?
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.2.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.