20.2.2008 | 07:22
Ofurlauna hópurinn öruggur,sendlar og ræstingafólk rekið?
Hvað þyrfti að lækka laun ofurlaunahóps bankans mikið til að þessir láglaunamenn (sennilega ræstingafólk og sendlar) sem búi er að reka geti haldið störfum sínum.
Uppsagnir hafnar í bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er mjög einföld ástæða fyrir því...
Verðmætasköpun verður ekki til á botninum.
Baldvin Mar Smárason, 20.2.2008 kl. 10:41
Er verðmætasköpun þá botnlaus...?
Ari Guðmar Hallgrímsson, 20.2.2008 kl. 10:50
Þú hlítur að sjá það í hendi þér, að skipstjórinn skiptir meira máli en kokkurinn?
Þó svo að kokkurinn sé nauðsinnlegur hlekkur í keðjunni, þá er skipstjórinn meiri þungamaður en kokkurinn.
Baldvin Mar Smárason, 20.2.2008 kl. 11:56
Ég held að ræstingafólkið sé seif. Ástæða: því var ekkert fjölgað. Og það mun eftir sem áður þurfa að ræsta byggingarnar. Og það er á frekar lágum launum, svona 200K, á móti 400K og uppúr sem hitt gengið er oft með.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.2.2008 kl. 12:14
Það er engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn...
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 20.2.2008 kl. 12:30
Það er engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn og það eru mörg dæmi þess að skipstjórinn hafi farist en skipið hafi lifað ásamt einhverjum hluta áhafnarinnar. Vandinn sem banakarnir standa nú frammi fyrir er ekki endilega að þeir séu að sökkva heldur að það er búið að rífa pappalíkneskið af glæsilegu skemmtiferðaskipi utanaf þeim og eftir stendur árabáturinn sem þeir virðast vera. Þarf þá ekki að taka allt dæmið til endurskoðunar og þá stjórn bátsins líka?
Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 13:10
Málið er að ofurlaunamennirnir hafa ekki reynst launa sinna virði, ekki valdið verkefninu sem þeir seldu sig dýrt til að sinna, því fór sem fór!
Líklega nauðsynlegra að reka stjórana og ráða nýja á hóflegri kjörum sem kannske héldu sig þá betur á jörðinn!
Kristján H Theódórsson, 20.2.2008 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.