Hvað eru margar hliðar á öxli ???

Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telur hugsanlega skýringu á því að maðurinn slapp við alvarlegri meiðsl að vagnarnir eru með tvö afturhjól á hvorri hlið afturöxulsins...
mbl.is Fékk strætisvagn yfir fótinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Enn eitt dæmið um hvernig sumir misnota íslenskuna, en eru lögregluskýrslur þessa lands ein mesta gamansaga sem skrifuð hefur verið á Íslandi og yrði örugglega metsölubók ef slíkt yrði tekið sama og gefið út.

Jakob Falur Kristinsson, 21.2.2008 kl. 08:47

2 Smámynd: Þór Sigurðsson

Ekki eru nú fréttamenn MBL til að bæta ástandið :)

Og auðvitað eiga þeir við hvorn enda öxulsins, sem reyndar er rangt líka þar sem öxullinn endar fyrir miðjum vagni, í mismunadrifinu.

En svona vita þeir vel hvað þeir fjalla um. Það hefði verið nóg að láta setninguna enda á "hvorri hlið".

Þór Sigurðsson, 21.2.2008 kl. 09:04

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ambögurnar eru hvað flestar á Bylgjunni heyrist mér fyrir utan sjálft Fréttablaðið sem svo er nefnt!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.2.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband