Getur einhver þýtt þetta fyrir mig ???

...Fáir forsætisráðherrar þekkja afleiður á fjármálamarkaði enda hafa þeir nóg óstöðugleika af öðru tagi en Geir H. Haarde, forsætisráðherra Íslands, hefur litla möguleika á að fylgjast ekki með afleiðumarkaðnum. Þannig byrjar umfjöllun Financial Times um ástandið á íslenskum fjármálamarkaði...

Hvernig stendur á því að erlendir greinendur skuli vera svona harðir á því að ekki sé allt í lagi hjá Íslenskum bönkum? Hvað þykjast þeir sjá í spilunum ? Og hvað er það þá sem Íslensku bankamennirnir vilja meina að sé ekki rétt með farið.Ef þeir ætlast til að við trúum þeim er ekki nóg að segja að þetta sé ekki rétt hjá þeim.

Er ekki verulega vel að mér í alheimsbankaviðskiptum og þess vegna væri gaman að fá útskýringu á þessu máli.
.

.. Allir bankarnir voru með skuldatryggingarálag í kringum 30 punkta í júlí á síðasta ári en nú er skuldatryggingarálag Landsbankans 469 punktar, Glitnis 664 punktar og Kaupþings 706 punktar.  Þetta þýðir að þú greiðir 706.100 evrur á hverju ári í tryggingu af 10 milljóna evru skuldabréfi Kaupþings til fimm ára... 

...Yfirmenn íslensku bankanna eru að sögn FT mjög ósáttir enda skuldatryggingarálag bankanna oft hærra heldur en hjá fyrirtækjum sem markaðurinn hefur lítið sem ekkert álit á...

...William Symington, sjóðsstjóri hjá Glitni, segir þetta gjörsamlega út í hött. Ekki séu það íslensku bankarnir sem neyddust til þess að afskrifa milljarða vegna undirmálslána og í raun hafi þeir ekki þurft að afskrifa neitt.

 


mbl.is Orðstír Íslands í ólgusjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þeir eru ólíkir okkur Íslendingum að því leytinu að þeir líta ekki á það sem vaxtarverki að skuldir þjóðarinnar eru orðnar 200 falt framleiðsluverðmæti hennar. 

Árni Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband