Kjaftæði.

Talnaleikir, þvæla og kjaftæði, það lifir enginn á einhverju meðaltali.

Sá hópurinn sem minnst ber úr bítum hefur það ekkert betra. Þetta segir meira um að það er ákveðið hlutfall  eldra fólks sem er með mjög háar fjármagnstekur,sem búa til þessa glansmynd,af hækkandi tekjun aldraðra almennt.

 ...þegar uppsveiflan fram að aldamótum gekk yfir náðu hinir eldri ekki að halda fyllilega í við þá yngri og tekjurnar urðu 41% lægri en allra hjóna árið 2000. Síðan þá hefur dregið saman með hverju ári og árið 2006 var hópurinn með tekjur sem voru 37,7% lægri en allra hjóna...Þetta er enginn smáræðis hækkun...


mbl.is Ráðstöfunartekjur aldraðra aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ari minn. Tek undir þetta með þér að þetta er algjört kjaftæði. Voðalega halda þau í ríkisstjórninni að við séu vitlaus. Setja upp einhverjar rugltölur og halda að almenningur sjái ekki í gegnum þennan lygavef. Ég sem var svo bjartsýn þegar Samfylkingin fór í eina sæng með Sjálfstæðismönnum. Hélt að þá yrði meira jafnvægi, að þau gætu aðeins tekið af öfgaodda hjá hvort öðru og að þetta yrði flott stjórn. Því miður varð mér ekki að ósk minni. Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.4.2008 kl. 17:55

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Mér sýnist að Samfylkingin hafi gert meira en ganga í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum, er hún ekki bara runnin inn í hann,sé engan mun á boðskap X D eða X S

Ari Guðmar Hallgrímsson, 10.4.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæll Geir Jón.

Það getur enginn heilvita maður gert enda búumst við ekki við neinu slíku úr þeirri átt, Það er merkileg þráhyggja sem hrjáir þetta fólk.Ef eldri borgarar og öryrkjar þessa lands hafa það svona gott,hverslag andskotans heimtufrekja er þá í þessu fólki,er aldrei hægt að gera því til hæfis svo það verði ánægt,eitthvað á þessa leið virðist mottóið vera hjá fjármálaráðuneytinu.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 10.4.2008 kl. 21:08

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ari.

Já hverlags heimtufrekja er þá í þessu fólki ef þau hafa það svona gott? ég er hrædd um að þessu fólki myndi bregða ef þau þyrftu að hafa sömu laun og öryrkjar og eldri borgarar sem hafa lagt grunninn að þessu þjóðfélagi sem þakkar þeim nú pent fyrir vel unnin störf með því að skammta þeim skít úr hnefa.

Baráttukveðjur fyrir réttlætinu/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.4.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband