30.7.2008 | 20:06
Sólskinið mælt í dropatali í Reykjavík???
Hún ríður ekki við einteyming amböguvitleysan sem frétta og blaðamenn láta grá sér fara, í Kastljósinu núna áðan var sýnt frá sundlaugunum og þulan sagði að fólkið væri að nýta síðustu dropana af sólskininu. Hef aldrei heyrt þetta áður en kannast mætavel við síðustu sólargeisla kvöldsins.
Athugasemdir
Sæll og blessaður.
Alltaf erum við að læra eitthvað nýtt. Bland í poka hjá þeim, rigningardropar og sólargeislar.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.7.2008 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.