Fjármálaráðherra vill koma á vistaböndum. Afturhvarf til fortíðar ?

Hrokafullur og laus við allt sem heitir að ræða málin,tekur fjármálaráðherra þann pól í hæðina að kæra ljósmæður, fyrir ólögmæt verkföll. En við skulum ekki gleyma því að hann hefur fyrirmyndina frá núverandi forsætisráðherra sem beitti sér fyrir því í fjármálaráðherratíð sinni, að láta breyta lögum þannig að ríkið ætti hægara með að kúga þá opinbera starfsmenn sem ekki sættu sig við að sitja og standa eins og fjármálaráðherra vildi. Ef það er meginstefna sjáfstæðismanna að semja ekki; bara kúga til hlýðni þá fer að verða erfitt fyrir ríkisstarfsmenn að ná fram leiðréttingum. Ég er ekki lögfróður og fæ þess vegna ekki séð hvernig þeir ætla að fara að. Eftir því sem ég kemst næst liggur ekki félagsleg ákvörðun að baki þessum uppsögnum.  Mér líst ekki á blikuna, ef t.d. ég og samstarfsmenn mínir ákvæðu að segja upp vegna þess að við værum óánægðir með kjör,að þá yrðum við kærðir fyrir samráð. Er ekki málfrelsi í landinu?? Guð hjálpi ríksstarfsmönnum þegar þriðji fjármálaráðherra sjáfstæðismanna tekur við.


mbl.is Gæti orðið erfitt fyrir ljósmæður að vinna málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband