Hver borgar partýið á endanum ?

 Hvað segja talsmenn einkavinavæðingarinnar nú ? Ekki var það ríkið sem sem rak þessa stofnun í þrot.

Voru það ekki Jakkalakkarir sem þóttust vera að "bjarga" íslensku efnhagslífi ?

Hvert hefur sú björgun leitt ?. Annað en í ógöngur og öngþveiti.

Manni finnst helvíti hart að á sama tíma og bankarnir eru að mergsjúga okkur með okurvöxtum, allskonar seðilgjöldum og flr, skuli ríkið þurfa að hlaupa undir bagga með þeim. Og þar með auka skuldir okkar ennþá meira.

Eru líkur á því að þessar blóðsugur séu tilbúnar að hætta flottræfilshættinum og fara að haga sér eins og venjulegt fólk ? Held ég geti svarað því strax, líkurnar á því eru minni en engar.

Úr viðtali við Davíð.

Aðspurður um launakjör helstu stjórnenda bankanna, en eins og fram hefur komið  hefur verið lögð mikil áhersla á endurskoðun á ofurlaun helstu stjórnenda fjármálastofnana í Bandaríkjunum við gerð björgunarpakkans svonefnda, segir Davíð að Glitnir hafi tekið vel á því í tíð núverandi stjórnarformanns, Þorsteins Más Baldvinssonar.

Þessi klausa hér fyrir ofan segir okkur ekki neitt. Þótt Davíð segi, að Þorsteinn hafi tekið vel á þessum málum síðan hann tók við stjórnarformennsku. Segir það okkur nákvæmlega ekki neitt, um laun æðstu toppanna, enda vilja fríðindi þeirra oft gleymast þegar launamál þeirra eru rædd.

Það hlýtur að verða krafa okkar eftir að ríkið er búið að taka ábyrgð á óráðsíunni. Að laun þessara manna verði færð í þann farveg, að hægt sé að leiða líkur að því að þeir hafi unnið fyrir þeim.

Það er greinilegt af því sem fram hefur komið að þeir hafa ekki verið að vinna fyrir laununum sínum fram að þessu. Spurning hvort þeir geti unnið fyrir launum á almennum vinnumarkaði.


mbl.is Glitnir hefði farið í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

Strákar, er ekki Seðlabankastúfur og Einkavæðingastúfur sami jólasveinninn samkvæmt okkar tímatali?

Bragi Einarsson, 29.9.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband