Hvaða búð var þetta ?

Á maður að trúa svona sögum sem. Ég hefði beðið manninn skýringar á hvaða forsendu mér væri vísað út úr búðinni. Það liggur afskaplega lítið að baki svona sögusagna, og nóg er af þeim.

Ég held að Danskir kaupmenn séu ekkert frábrugðnir öðrum kaupmönnum um víða veröld, þjóðernishyggjan víkur í langflestum tilfellum fyrir aurunum.


mbl.is Rekin úr búð í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Tvennt kemur til greina:

  • Þær hafa verið að taka "FULLA ÍSLENDINGINN" á þetta. 
  • Þær hafa verið að taka "HROKAFULLA ÍSLENDINGINN" á þetta.

 Það er bara þetta tvennt sem kemur til greina, en eins og allir vita, þá hata Daninr hvoru tveggja, og þá sínu meira seinna atriðið

Það er engum hent útúr búð vegna þjóðernis !

Ef svo hefur verið, þá hefðu þær að sjálfsögðu átt að leita til lögreglunnar, enda rasisma löggjöfin í DK ágætlega til þess fallin að taka á þessari "Discrimination" .

En þetta minnir óneitanlega á íslenskan tannlækni sem að varð reiður flugfélagi einu, sem rak hann og konu hans úr vélinni.

Vegna þess eins að henni var illt í fótunum, og þurfti að ráfa útum alla vél.

En þegar betur var að gáð, þá höfðu þau verið ofurölvi, ráfandi um alla vél með dónaskap og læti.

Látum ekki FULLA, hvað þá HROKAFULLA Íslendinginn ná tökum á okkur á erlendri grundu !

Ingólfur Þór Guðmundsson, 16.10.2008 kl. 09:19

2 identicon

Ég hef nú fengið svipað viðmót í Kaupmannahöfn í miðju góðærinu. Sumt fólk er bara fífl.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband