30.10.2008 | 12:20
Enginn tími fyrir smámál. En hvað ég skil hann vel
Er þetta bara ekki eitt af því sem Geir ætlar að gera seinna, þegar hann verður búinn að losa stóru málin úr fanginu á sér. Einhvernvegin þannig komst hann að orði við fréttamann að það væri ekki hægt að sinna einhverjum smámálum þegar hann væri með fangið fullt af stórmálum.
Tala tala tala,suð,suða suða þvæla,þvæla þvæla,og allt hvað heiti hefur, þetta er það sem ríksistjórnin hefur verið að gera undanfarin mánuð, tuða, þykjast vera kanna hitt og þetta, þykjast vera að leggja einhverjar línur til framtíðar, þykjast þetta, þykjast hitt. Árangurinn er ekki einu sínni núll hann er svo fjarlægur að núllið sést ekki. Hvað þarf að velta fyrir sér þessum eftrilaunaósóma ?sem verða mun þingmönnum til ævarandi skammar og áfellis.Afnema hann strax. enga breta í stríðsleik. Loka flestum montsjoppunumk sem ég kýs að kalla sendiráðin, það má ugg laust finna miklu meira , en þetta eru einhverhundur miljónir og þær telja. Eigum bara við launþegarnir í landinu að taka á okkur skellinn,e r ekki mál til komið að sjálftökuliðið hjálpi til við að rétta kúrsin .
![]() |
Eftirlaunafrumvarpi flýtt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Auðvita eiga þau að sína fordæmi og taka til í eftirlaunasjóði sínum og margt fleira. Margar af þessum montsjoppum eru ekki nauðsynlegar og margar miklu stærri og flottari en þörf var á. Sendiráðið er í Berlín er eitt dæmi um bruðl og einnig í Japan. Þeir sýndu fordæmi og keyptu ódýrt húsnæði hér á landi en stjórnendur hér vildu bara það flottasta.
Guð veri með þér
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.10.2008 kl. 16:06
Já, ég hef aldrei skilið þessa útþennslustefnu íslendinga, við erum jú bara 300 þús. sálir og samt þurfum að haga okkur eins og 3 milljónir manna. Það er andskotans nóg að vera með einn ambassador á þessum stöðum til að skrifa uppá vegabréf, viðskiptasambönd geta farið fram á netinu. Og annað, þeir sem stunda viðskipti í einkageiranum, eiga EKKI að láta okkur skattborgara greiða fyrir einhverja kynningu fyrir sig í útlandinu, þeir geta bara borgað sitt PowerPoint show sjálfir!
Bragi Einarsson, 31.10.2008 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.