Ég trúi Cintamani varlega.

ÞRJÁR SPURNINGAR

 

Af hverju er þetta framleitt í Kína ? Kostar ekkert að flytja þetta yfir hálfan hnöttinn?

 Hverjir aðrir hafa tekið þessar verksmiðjur út ?

 


mbl.is Harma umfjöllun um Cintamani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Nú til dags er ódýrara að framleiða nánast allt í Kína ( einfaldlega af því að skrifræðið er ekki að taka eins mikla seðla í vasann og annarsstaðar).

Flutningskostnaður er sáralítill partur af þessu.

ja, forsvarsmenn VG og mótmælanna á Austurvelli klæðast iðullega fatnaði frá þessum framleiðanda, þannig að þeir hljóta að hafa kynnt sér aðstæðurnar í verksmiðjunum.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 17:23

2 identicon

Kominn tími fyrir okkur að hugsa um þetta - kína er að taka alla framleiðslu frá okkur, eitrar svo fyrir okkur með melamín og allskyns öðru jukki og svo eru engin mannréttindi eða mengunarstaðlar þar í gangi, samanber mynd í rúv fyrir nokkru, þegar danskt rúmfatalagersfyrirtæki varð ofsahissa þegar blaðamenn fóru og skoðuðu aðstæður á þeim tíma sem ekki var búist við inspeksjón...

Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 18:02

3 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Það gæti verið góð hugmynd að kíkja á stuttmyndina The story of stuff sem hægt er að sjá hér á vefnum http://www.storyofstuff.com/

Þetta á líklega jafn vel við um Cintaman og annað stöff sem við kaupum.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 3.1.2009 kl. 20:11

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ari minn.

Þú ert búinn að fá svör við spurningunum þínum og ég veit að þú vissir þetta avleg fyrir.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Smá bónus í lokin:

Guð - gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.

Að lifa einn dag í einu,
njóta hvers andartaks fyrir sig,
viðurkenna mótlæti sem friðarveg,
með því að taka syndugum heimi eins og hann er,
eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann

og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg
ef ég gef mig undir vilja þinn
svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi
og yfirmáta hamingjusamur með þérþegar að eilífðinni kemur.

Amen

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.1.2009 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband