Olweus? Til hvers ? Fyrir Hverja ?

 

Mér finnst neðanskráðar setningar vera dálítið á skjön við það sem að gerast, ég hefði talið að opinber umfjöllun um svona mál væri einmitt af hinu góða, þótt framkvæmdastjóri þessarar áætlunar sé á öðru máli. Það er ekki annað að sjá og heyra á blogginu en þessi áætlun sé ekki að gera sig. Og þá er kannski eðlilegt að hann kæri sig ekki um umtal 

 

Þorlákur telur umfjöllun um einelti eiga illa heima í bloggheimum, ábyrgðin liggi fyrst og síðast hjá hinum fullorðnu, starfsfólki skólanna sem og foreldrum.


mbl.is 5.000 börn lögð í einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tók einmitt eftir þessu líka og þessi setning stakk mig. Má ekki tala um þessi mál á netinu hvað  finnst honum að því?

Má ekki tala um að þrátt fyrir þessa Olewus áætlun sé í sumum skólum þá er ekki farið eftir henni, eða að einelti viðgengst þrátt fyrir það.

Eitthvað finnst mér skrítið að segja að gerendur eigi ekki að skrifa um einelti á þann hátt sem þau kjósa, eiga þau frekar að þegja áfram?

Hann gerir sér greinilega enga grein fyrir því hversu gífurlegur léttir er að skrifa um svona miður skemmtilega lífsreynslu.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 09:15

2 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Ætli hann sé ekki að tala um að bloggheimurinn sé hættulegur staður til að tala um svona viðkvæm mál. Þessi heimur bíður upp á einelti að vissu leiti því fólk getur skrifað hitt og þetta án þess að nafn þess komi fram.

Þar sem Olweusaráætluninni er framfylgt þá ætti hún að virka.

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 17.1.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband