Það er erfitt að bera kápuna á báðum öxlum

Hvernig væri nú að þessi lukuriddari framsóknar færi að átta sig á, að það verður ekki bæði sleppt og haldið. Hann tók upp hjá sjálfum sér að styðja núverandi stjórn að því er virðist án þess að hafa stuðning allra flokksfélaga sinna. Og ef ég man rétt án allra skilyrða til að byrja með. En þingflokkurinn var honum ekki sammála og síðan hefur hann verið á milli steins og sleggju , og getur í raun í hvorugan fótinn því það þjónar enginn tveim herrum svo vel fari. Þetta vita allir nema stjórnmálamenn

Nú segir hann IMF og stjórnvöld séu búin að gera samsæri gegn sér og framsókn, til að hefta framgang tillögu þeirra um 20% flata lánaafskrift. Segir að Mark Flanagan hafi verið samþykkur sér um þessar aðgerðir er hann ræddi við hann. En nú væri hann búinn að slá allt slíkt út af borðinu, í samráði við ríkisstjórnina..

Ég mæli með því að stjórnmálamenn fari að venja sig á að vera með eitthvað í höndunum til að sanna það sem þeir eru að gaspra um, við höfum t.d. bara orð Sigmundar fyrir þessu sem hann er að segja. Það er alltof oft sem stjórnmálamenn komast upp með að halda fram allskonar ósannindum, og það sem verra er.  þeir blikna ekki þótt þau séu sönnuð á þá. Svo eru þeir gapandi hissa að við skulum ekki bera virðingu fyrir þeim og vinnustað þeirra, sem þeir eru búnir að gera að hálfgerðri vitleysingasamkomu. Þar sem frammíköll fliss og allskonar fíflagangur er viðhafður. Það er á stundum afar erfitt að ímynda sér þegar maður horfir á fréttir úr þingsal, að þetta sé Alþingi Íslendinga.


mbl.is Þjónkun IMF við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lafðin

Framsóknarflokkurinn bauðst til að verja ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vantrausti (ef slíkt yrði borið upp á þingi) og var það frá upphafi boðið með skilyrðum :  Kosningar yrðu 25. apríl í síðasta lagi, stjórnlagaþingi yrði komið á og komið yrði fram með raunhæfar aðgerðir til að hjálpa heimilum og fyrirtækjum í landinu.  Aldrei var boðist til að gefa út óútfylltan tékka til handa þessari minnihlutastjórn.

Tillögur, eins og t.d. niðurfærsluhugmyndina, má alltaf ræða, en það þarf að gera málefnanlega, ekki henda slíkum tillögum út af borðinu eingöngu vegna þess hvaðan þær koma.  Engar tillögur eru yfir gagnrýni hafnar.  Í tillögupakka Framsóknar voru 17 tillögur til viðbótar niðurfærslutillögunni, þær eru aldrei nefndar.  Nouriel Roubini, einn virtasti og færasti efnahagsráðgjafi heims er sammála niðurfærsluhugmyndinni, hvers vegna er ekki hægt að ræða hana ?

Mögulegt er að hana þurfi að útfæra betur en meðan menn liggja sem fastast í skotgröfum og blindast af flokka"hatri" er aldrei hægt að komast að neinni vitrænni niðurstöðu.

Skiptir virkilega öllu máli hvaðan hugmyndir koma ?  Allar góðar hugmyndir sem mögulega geta hjálpað þjóðinni ber að ræða, ekki kasta þeim út um gluggann af því þær koma ekki frá "réttum flokki".

Ef ég tók 10 milljón króna lán, þá vil ég borga 10 milljónir til baka, ekki 12, eða 14.  Ef ég tók 100 milljón króna lán er sanngjarnt að ég borgi þær 100 til baka, hvar er sanngirnin í því að ég borgi 120, nú eða 140 ?

Lafðin, 14.3.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband