23.1.2008 | 10:11
Bakgrunnurinn á þessari mynd bendir ekki til gleði
Þessir oddvitar hefðu átt að líta aðeins aftur fyrir sig þega þeir voru að tíunda í sjónvarpinu hvað þetta væri mikið heillaspor fyrir Reykjavík.Mér sýnist á fulltrúunum sem að baki standa að þeir séu ekki mjög kátir með þennan gjörning. Getur skeð að þeir hafi orðið efins á síðustu stundu. Fréttu þeir ekki rétt áður en þetta viðtal fór fram að Ólafur stæði einn.
Þetta er nú að verða ein furðulegasta birtingarmynd póltískra loddarabragða sem menn hafa orðið vitni að. Ólafur segir sig úr Frjálslynda flokknum. Vilhjálmur svíkur Ólaf, og býður Birni Inga upp í dans, Björn Ingi svíkur Vilhjálm, og gengur til liðs við vinstri flokkana, og Ólaf. Ólafur svíkur þá og býður Vilhjálmi helmingaskipti.'Ólafur svíkur varamann sinn Margréti, hún veit ekkert hvað um er að vera fyrr en allt er klappað og klárt. Síðan bítur Ólafur höfuðið af skömminni með því að gera væntanlegum samstarfsmönnum sínum ekki grein fyrir því að hann standi einn.
Þetta er svona í hnotskurn það sem ég get fundið út úr fréttum af þessum sirkusæfingum, sem sýna okkur, að þegar völd eru annars vegar getur sannfæringin farið til fjandans. Svo er ætlast til að við sýnum svona mönnum traust!!!
![]() |
Útilokar ekki samstarf við Frjálslynda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2008 | 09:40
Ætlaði hann kannski að bjarga Krókódílnum ?
![]() |
Bjargaði vinnufélaga úr krókódílskjafti og skaut hann óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2008 | 06:42
Hvað á almenningur að borga mikið af því ?
Ef reikna á árlegan hagnað af Kárahnjúkavirkjun þá er hann metinn af Landsvirkjun á 4,22 milljarða króna á verðlagi ársins 2008. Er þá miðað við 40 ára sölu orku frá virkjuninni en áætlaður líftími virkjunarinnar er lengri.
Það er kannski ekki ástæða til að mála skrattann á veggin, og þó þegar Landsvirkjun á í hlut sýnir reynslan að tölfræði hennar er stundum meiri óskhyggja en raunveruleiki, þótt þeir segi nú að endurskoðað arðsemismat leiði í ljós meiri hagnað en gert var ráð fyrir í upphafi,má efast. Er t.d. búið að ganga frá öllum málum við Impregilo, það er eins og mig minni að þeir hafi ekki verið alveg ánægðir með ýmislegt í útboðinu sem þeir áskildu sér rétt til að sækja aukagreiðslu fyrir. Kannski er þetta bara misminni.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2008 | 18:11
Svo er hneykslast á Birni Inga !!!
![]() |
Þrír þiggja laun borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2008 | 12:49
Er Reykjavík ekki höfuðborg landsins ?
Ég tel sem landsbyggaðrmaður að borgarstjórnin sé ekkert einkamál Reykvíkinga, þar sem við þurfum að sækja nálega alla opinbera þjónustu til borgarinnar á einn eða annann hátt.
Einnig tel ég staðsetningu flugvallar, ekki síður mál landsbyggðar en Reykvíkinga,og margt fleira mætti tína til.
![]() |
Mótmæla nýjum meirihluta í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)