Bakgrunnurinn á þessari mynd bendir ekki til gleði

Þessir oddvitar hefðu átt að líta aðeins aftur fyrir sig þega þeir voru að tíunda í sjónvarpinu hvað þetta væri mikið heillaspor fyrir Reykjavík.Mér sýnist á fulltrúunum sem að baki standa að þeir séu ekki mjög kátir með þennan gjörning. Getur skeð að þeir hafi orðið efins á síðustu stundu. Fréttu þeir ekki rétt áður en þetta viðtal fór fram að Ólafur stæði einn.

Þetta er nú að verða ein furðulegasta birtingarmynd póltískra loddarabragða sem menn hafa orðið vitni að. Ólafur segir sig úr Frjálslynda flokknum. Vilhjálmur svíkur Ólaf, og býður Birni Inga upp í dans, Björn Ingi svíkur Vilhjálm, og gengur til liðs við vinstri flokkana, og Ólaf. Ólafur svíkur þá og býður Vilhjálmi helmingaskipti.'Ólafur svíkur varamann sinn Margréti, hún veit ekkert hvað um er að vera fyrr en allt er klappað og klárt. Síðan bítur Ólafur höfuðið af skömminni með því að gera væntanlegum samstarfsmönnum sínum ekki grein fyrir því að hann standi einn.

Þetta er svona í hnotskurn það sem ég get fundið út úr fréttum af þessum sirkusæfingum, sem sýna okkur, að þegar völd eru annars vegar getur sannfæringin farið til fjandans. Svo er ætlast til að við sýnum svona mönnum traust!!!


mbl.is Útilokar ekki samstarf við Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ari. Nóg komið af Júdasarkossum í höfuðborginni  Vona að þessir menn geti unnið saman í nýstofnuðum meirihluta. Líst ekki ver á þá heldur en fyrrverandi meirihluta eins og stofnað var til hans. Fjórir aðilar úr ólíkum áttum fóru saman í eina sæng. Get ekki ímyndað mér að það hafi verið notalegt þó sængin væri stærri en venjulega. Þau voru með ólíkan bakgrun. Dagur, Svandís, Margrét og Björn Ingi. Björn Ingi var í forsvari fyrir Rei sem lyktaði af spillingu en Svandís stóð sig frábærlega að vinna gegn þeim gjörningi. Hún var nú líka kosinn maður ársins 2007 og fannst mér hún vera verðugur fulltrúi af þeim tittli. Það sem vinstri menn þurfa að gera það er að finna leið fyrir kosningar og fara saman í baráttuna. Hafa góðan tíma og slíðra sverðin ef þeir vilja ná árangri. En að hittast svona á miðri leið og þurfa að taka fullt af skyndiákvörðum og vera með ólíkan bakgrunn var ekki nógu gott. Vona að þú skiljir hvað ég meina.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.1.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ari. Þegar við sem erum Íslendingar getum nú ekki skrifað rétt íslenskuna þá hlýtur nú sumum að vera fyrirgefið. Netfangið mitt var þarna á síðunni og hefðir þú getað sent mér ábendingu og ég sent ábendinguna áfram. Ég hef ekki netfangið þitt annars hefði ég sent þennan póst þangað en ég reyndi að skrifa - tala undir rós.   Ég reyndi að klikka á slóð fyrir neðan skrif þín en þar var ekkert að finna?

Sjáumst á fundinum á eftir. Friðarkveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.1.2008 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband