30.1.2008 | 11:14
Betra seint en aldrei...Hálfkák samt...
Hélt fyrst þegar ég sá fyrirsögnina að nú væri að renna upp betri og mannúðlegri tíð fyrir frumbyggjana. En þessi svokallaða afsökunarbeiðni er fyrst og fremst stíluð á einn tiltekin atburð á því ómannúðlega framferði gagnvart frumbyggjum, sem Ástralíustjórn hefur stundað frá upphafi.
Þeim hefur í gegnum tíðina tekist ótrúlega vel að forðast umtal alþjóðasamfélagsins um meðferðina á frumbyggjunum. Einn af mörgum svörtum blettum í þeirri sögu er meðferð þeirra á börnum frumbyggjana, á árunum 1915 - 1969, en þau voru tekin frá foreldrum sínum, til að kenna þeim siði hvíta mannsins, sú aðlögunar stefna hefur ekki borið árangur nema síður sé,enda kannski ekkert skrítið. En þessi afsökunarbeiðni er ekki borin fram af neinni sektarkennd eða eftirsjá vegna þeirra hörmunga sem þetta fólk hefur mátt þola. ...en hún felur ekki í sér nokkra sekt Ástrala nútímans...
Frumbyggjar hafa krafist milljarða dala í bætur. Stjórnvöld hafa hins vegar þvertekið fyrir það en hafa þess í stað lofað aukinni menntun og heilsugæslu fyrir samfélög frumbyggja.
Ekkert minnst á að skila þeim landi sem þeir hafa verið hraktir af eða neitt sem bitastætt getur talist, menntun og heilsugæsla eru sjáfsögð mannréttindi,og þetta loforð um aukna þjónustu í þessum málaflokki sýnir sennilega í hnotskurn hvernig stjórnin hefur staðið að málum frumbyggja fram að þessu.
![]() |
Ástralskir frumbyggjar beðnir afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
föstum tökum áður en í óefni er komið, fram að þessu hefur hún eingöngu verið að vasast í einhverjum tittlingaskít sem engu máli hefur skipt . þarna fær hún mál sem gæti sannað tilverurétt hennar
Ég er ekkert mjög undrandi á þessum tíðindum, þetta er bara ein birtigarmyndin í viðbót á þessu makalausa einkavæðingar kjaftæði. Sú þjónusta sem það opinbera innti af hendi,var ekki alltaf til að hrópa húrra fyrir,en hún var til stórrar fyrirmyndar miðað við það sem nú er eftir að hún var einkavædd. Og þessi hugmynd að fela einkafyrirtæjum heilsufars skráningar getur aldrei gengið upp, og ástæðan er sú að fyrirtæki hér á landi eru stofnuð með það fyrir augum að skila helst hámarks gróða áður en þau byrja starfsemi,og síðan er unnið eftir þeirri reglu að tilgangurinn helgi meðalið, og allt sé leyfilegt ef það skilar hagnaði.
Af mörgum heimskulegum hugdettum til sparnaðar er þessi hugmynd um að einkavæða skráningu heilsufarsupplýsinga sú heimskulegasta sem sett hefur verið fram,það kann að vera að það lagi eitthvað pappíra viðkomandi heilsugæslustofnunar, en á móti kemur að það verður dýrara fyrir kúnnan,og hann getur síður treyst því að þær upplýsingar sem til eru um hann lendi ekki í röngum höndum. Miðlægur gagnagrunnur í eigu einkafyrirtækis getur aldrei talist trúverðugur,og þaðan af síður öruggur.
Það er allt til sölu í einkageiranum fyrir rétt verð.
![]() |
Aðför að persónuvernd ríkisstarfsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 20:06
Hún er búin að vera lengi að grafa þetta upp !!!
Sagði Ásta að Margrét Sverrisdóttir hefði vitað af þessum samtölum en þetta var um viku áður en alvarlegar viðræður um myndun nýs meirihluta hófust milli Ólafs og Sjálfstæðisflokksins.
Ekki finnst mér þessi fullyrðing jarðfræðingsins sennileg, enda hefði átt að vera hægt að búa til eitthvað trúverðugra á heilli viku. Eða því beið hún svona lengi með þennan "stóra sannleik" ?
![]() |
Ólafur sagði F-lista frá samtölum við sjálfstæðismenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2008 | 12:58
Eru Danskar konur vondar við mennina sína ?
![]() |
Karlaathvörf yfirfull í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2008 | 08:36
M S sjúklingum mismunað hér á landi vegna einhverra reglna sem Evrópusambandið setur.
.
Mér finnast þetta það mikil tíðindi að blm Morgunblaðsins hefði átt að hafa rænu á því að afla sér nánari upplýsinga um þetta mál,áður en hann sendi þessa frétt frá sér.
Er það virkilega þannig í reynd að sjúklingar séu dregnir í dilka,þegar um lækningar og lyfjagjöf er að ræða. Hver treystir sér til þess og á hvaða forsendum ?
Er bara lagt kalt mat á , að þessi fær ekki lyfjagöf hann er hvort sem búinn að vera, við skulum sjá til með þennan, þessi gæti komið til greina,og svo framvegis
Taugasérfræðingur á LSH segir að farið sé eftir reglum sem Evrópusambandið hefur mótað í sambandi við að velja sjúklinga til meðferðar með lyfinu.
ER þetta kannski ein af ótal reglum frá þessu makalausa skriffinnskubákni í Brussel sem við Íslendingar tökum upp þegjandi og hljóðalaust, þótt sambandsríkin geri það ekki,við virðumst vera kaþólskari en páfinn þegar reglur Evrópusambandsins eru annars vegar.
![]() |
Sitja ekki við sama borð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)