27.9.2007 | 13:04
Mikið eru Austfirðingar heppnir
Öllu starfsfólki í frystihúsi Eskju sagt upp.
Útlit er fyrir að öll vinnsla leggist af í frystihúsi Eskju á Eskifirði um áramót.
Nú hefði litið illa út fyrir Eskfirðingum ef ekki hefði verið "blessaða álverið",mikið er nú notalegt til þess að hugsa að jafnvel þótt fiskvinnsla leggist af á Austfjörðum eru allir ( á grænni grein )eða er ekki réttara að segja á álgrein,og geta haft það svo makalaust gott,lausir við slorið.
Það er sorglegt til þess að hugsa að fyrirtæki eins og Eskja sem hefur verið meðal stærri útgerða á landinu skuli vera svona komin.
![]() |
Öllu starfsfólki í frystihúsi Eskju sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2007 | 09:01
Skyldaðir til að éta.
Þurfa að kaupa tvær máltíðir á dag
Gunnar Kárason, fjárhaldsmaður mötuneytisins, segir að þetta sé gert af fjárhagslegum ástæðum
Það var prófað af hafa þetta með öðru móti en það gekk ekki. Einn daginn komu kannski 300 manns í mat og annan daginn 10 manns og maturinn eyðilagðist."
Spurður að því hvort það sé ekki brot á jafnræði við nemendur að þeim sé boðið upp á mismunandi þjónustu eftir búsetu svaraði Gunnar: Nei.
Hann virðist ekki hafa mikla sýn á það sem hann er að gera ef þetta er eina ráðið til þess að maturinn gangi út.
Miðað við dæmið hans með 300 í mat í gær en bara 10 í dag,var bara ekki svona mikið betri matur í gær?
Það eru örugglega ótal leiðir til að reka mötuneyti skólans án þess að mismuna nemendum svona gróflega.
Hvernig væri t.d. að gera vikuplan í einu og nemendur skráðu hvað þeir ætluða að borða margar máltíðir þá viku,ef þeir mæta ekki í mat þá er það þeirra skaði en ekki mötuneytisins,sjálfsagt má útfæra þetta á ótal vegu
![]() |
Þurfa að kaupa tvær máltíðir á dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 14:03
Hvað hefur versnað síðan í fyrra???
Lítil spilling á Íslandi segir í fréttinni,en af hverju erum við á niðurleið?Er það Grímseyjarferjan sem lækkar okkur,hlýtur það dæmi ekki flokkast udir spillingu?Fyrir utan öll hin "Grímseyjarferjumálin".
Meðferð Grímsyjarferjumáls er með þeim eindæmum .að mér sýnist við vera komin með gegnsætt orð þegar spilling er annars vegar,það er auðvitað Grímseyjarferjumál.
Hver matar svona fyrirtæki eins og T.I.á upplýsingum er það einhver áháður aðili ?
Eigum við yfir höfuð einhvern sem getur talist það?
Einkunnargjöfi ner falleg,en það læðist að mér grunur um prófsvik,og það var talin erkisynd þegar ég var í skóla fyrir margt löngu síðan.
![]() |
Lítil spilling á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2007 | 08:38
Hvað ef Mjólka hefði ekki sýnt þessu áhuga
Mjólkursamsalan (MS) hefur hætt við að loka mjólkurmóttöku sinni á Egilsstöðum.
Ætli að hagræðingarhugmyndin hefði ekki verið látin halda sér ef Mjólka hefði ekki sýnt þessu áhuga?,MS var búin að hóta því að þeir myndu ekki afhenda bændum mjókurstöðina til þess að Mjólka gæti farið að keppa við þá,en forráðamenn hennar höfðu lýst vilja og áhuga á því að koma að þessum rekstri.
Þessi hótun virkaði ekki Mjólka ætlaði þá að koma upp sinni eigin vinnslustöð,og þá voru ("80 miljónirnar sem áttu að sparast með þessum aðgerðum")léttvægar á móti því að fá öfluga samkeppni á þetta svæði.
Þetta er dæmigert fyrir vinnubrögð stórfyrirtækja í dag,loka og fara vegna "hagræðingar",ef einhver sýnir áhga að koma í staðin þá hverfa" hagræðingarsónarmiðin" eins og dögg fyrir sólu.
Svona fyrirtæki setja dæmið upp á einfaldan hátt fyrir sig og trúa á þessa formúlu og vinna dygglega eftir henni, einokun=hagræðing
![]() |
MS hættir við að loka á Egilsstöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2007 | 10:57
En kunna samt ekki ensku þegar skólagöngu líkur.
Aldrei jafn margir að læra ensku í grunnskóla og nú ????
Enskunemum hefur fjölgað ár frá ári og stunduðu 29.730 grunnskólabörn enskunám skólaárið 2006-2007. Aldrei áður hafa fleiri grunnskólabörn verið að læra ensku
Er ekki alveg að skilja hvað um er að vera,hefur ekki verið athugað hvað mörg grunnskólabörn eru þá að læra íslensku,reikning eða aðrar skyldunámsgreinar.
Síðan er það kapítuli útaf fyrir sig að þegar upp er staðið og grunnskóla líkur geta þessi sömu börn kannski nýtt sér "enskuna sína" til að spyrja til vegar eða eitthvað þessháttar.
![]() |
Aldrei jafn margir að læra ensku í grunnskóla og nú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)