Hvað ef Mjólka hefði ekki sýnt þessu áhuga

Mjólkursamsalan (MS) hefur hætt við að loka mjólkurmóttöku sinni á Egilsstöðum.

Ætli að hagræðingarhugmyndin hefði  ekki verið látin halda sér ef Mjólka hefði ekki sýnt þessu áhuga?,MS var búin að  hóta því að þeir myndu ekki afhenda bændum mjókurstöðina til þess að Mjólka gæti farið að keppa við þá,en forráðamenn hennar höfðu lýst vilja og áhuga á því að koma að þessum rekstri.

Þessi hótun virkaði ekki Mjólka ætlaði þá að koma upp sinni eigin vinnslustöð,og þá voru ("80 miljónirnar sem áttu að sparast með þessum aðgerðum")léttvægar á móti því að fá öfluga samkeppni á þetta svæði.

Þetta er dæmigert fyrir vinnubrögð stórfyrirtækja í dag,loka og fara vegna "hagræðingar",ef einhver sýnir áhga að koma í staðin þá hverfa" hagræðingarsónarmiðin" eins og dögg fyrir sólu.

Svona fyrirtæki setja dæmið upp á einfaldan hátt fyrir sig og trúa á þessa formúlu og vinna dygglega eftir henni,  einokun=hagræðing

 


mbl.is MS hættir við að loka á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valbjörn Júlíus Þorláksson

MS fær ekki gott orð á sig fyrir þetta..  EINA ástæðan fyrir þessu er sú að Mjólka sýndi þessu áhuga :)

MS = 0

Mjólka = 1 

Valbjörn Júlíus Þorláksson, 26.9.2007 kl. 10:00

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Verslum við Mjólku!

Sigurður Viktor Úlfarsson, 26.9.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband