Færsluflokkur: Dægurmál
15.9.2007 | 21:29
Spaugstofan
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2007 | 13:10
Hvort er meira virði Nauthólsvík eða
vatnverndarsvæði borgarinnar?
Samkvæmt frétt mbl. er verið að aka olíumenguðum jarðvegi úr Nauthólsvík upp í Hólmsheiði þar sem á að hreinsa hann,ætli að það sé útilokað að finna stað sem skapaði ekki eins mikla hættu á mengun grunnvatns og þarna.
Hverjir taka svona ákvarðanir?Ég spyr ekki hver beri ábyrgð því hún er ekki til hjá opinberum embættismönnum og póltíkusum.Er það virkilega svo hjá borginni að þeir sem sjá um þessa hreinsun hafi ekki hugmynd um vatnsbólin,og þeir sem hafa þau á sinni könnu viti ekkert hvað hinir eru að gera.Ekki heita þetta samræddar aðgerðir sem er nóg til af nú til dags,og því miður þar sem þeirra síst skildi
![]() |
Áhyggjur af vatnsbólunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2007 | 08:49
Slökkviliðið gæti
Við höfum rætt það hér innanhúss hvort þetta sé úrræðið sem við þurfum að beita," segir Jón Viðar.
Hef aldrei skilið þessa innlögn á ganga spítalanna,þeir eru fullir af fólki en sjúkrastofur á sama tíma tómar,hvað vinnst með þessu spyr sá sekki veit?
![]() |
Slökkviliðið gæti sektað Landspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 23:00
Fartölva, knúin handhlaðlinni rafhlöðu og með
þráðlaust netsamband, fyrir tæpar 15.000 krónur hlýtur samt að teljast kjarakaup.
Ég er ekkert endilega viss um að svo sé,eru ekki líkur á því að miðað við þann markhóp sem þetta átak beinist að að margir í þeim hópi nái ekki þessari upphæð á ári.
Ég viet að þetta er skítur á priki hjá okkur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 12:54
Er þetta eitt sýndarmennskuupphlaupið enn?????
Samkeppniseftirlitið gerir húsleit hjá Lyfjum og heilsu.
Til hvers?
Hvað hefur komið út úr rannsóknum á þeim fyrirtækjum sem sætt hafa þessum aðgerðum?
Nákvæmlega ekki neitt,þetta er ekkert nema sýndarmennska sem sett er á svið þegar við látum loksins heyra í okkur,síðan eru málin þæfð þangað til mestu mótmælin eru þögnuð og svo dettur allt í sama farið aftur.
Kannski sagt í umvöndunartón,þið skulið eiga mig á fæti ef þið gerið þetta aftur .
![]() |
Samkeppniseftirlitið gerir húsleit hjá Lyfjum og heilsu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 07:29
Flýtur sofandi að feigðarósi.....
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir það vera túlkunaratriði hvort kaup Goldman Sachs í GGE stangast á við lögin. Hann tilkynnti á þriðjudag að nefnd verði skipuð til að endurskoða þessi lög.
Er þetta ekki dæmigert fyrir íslenska stjórnsýslu,það eru sett lög og reglur um allan fjandann en þegar á reynir er þetta bara kák því það er aldrei farið alla leið og hnýtt fyrir endann,þar af leiðandi endalaust hægt að fara í kringum þessa hrákasmíð þeirra.
Nú kemur í ljós að lögin um eignaraðild útlendinga að íslenskum orkufyrirtækjum eru meira en handónýt,en að sögn viðskiptaráðherra er það allt í lagi bæði er þetta svo lítið sem bandaríski bankinn er að kaupa og svo er nægur tími til að breyta lögunum.Hefði ekki verið viskulegra á sínum tíma þegar þessi lög voru sett að gera þau þannig úr garði að þau tækju af allan vafa um þessi mál.
Ja ég spyr nú bara.....
![]() |
Útlendingar geta eignast íslenska orku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2007 | 17:26
Halda þeir að almenningur trúi öllu??????????
Gera þarf samkeppni á íslenskum raforkumarkaði virkari
Mesta vandamál smásölu á raforkumarkaði er verðvitund neytenda. Fáir hafa skipt um raforkusmásala á sumum Norðurlandanna, sér í lagi á Íslandi. Til þess að auka verðvitund neytanda myndu raforkumælar sem senda reglulega frá sér upplýsingar um notkun vera æskilegir að því gefnu hægt sé að koma þeim upp án óhóflegs kostnaðar. Neytendur gætu þá lagað sig betur að raforkuverðum sem myndi stuðla að hagstæðari kjörum þeirra og betri nýtingu raforku.
Ætli það geti verið að sá sem setti þessa klausu saman trúi þessu kjaftæði,mér sýnist að í besta falli muni þessi svokallaða samkeppni á raforkumarkaði leiða til sama vinnulags og tíðkast hjá olífélögunum,allir með svipaða verð og hækkanair í takt.
Ég hef það á tilfinnigunni að Íslenskir bissnes menn skilji ekki hvað orðið samkeppni felur í sér eða hvernig hún virkar.
Þessa tilfinngu hef ég vegna þess að þeir skilja ekki heldur hvað orðið samráð merkir,á með svo er þurfum við ekki að reikna með neinum breytingum frá svokölluðum smkeppnisfyrirtækjum
![]() |
Gera þarf samkeppni á íslenskum raforkumarkaði virkari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 15:23
Hvort ræður Örn eða Þórhallur???????
Slæmt að missa Randver,hvaða tök hefur Þórhallur á Spaugstofunni sem gefa honum vald til að krefjast þess að Randver sé rekinn.Í Viðtali við Örn Árnason segir hann að Þórhallur krefjist þess að hafa hann ekki með Þórhallur vísar á Randver sem ekki vill tjá sig um málið.
Mér finnst einhver skítalykt af þessu máli af hverju standa Spaugstofumenn ekki saman, allir fyrir einn, einn fyrir alla.
Af hverju vísar Örn á Þórhall getur hann ekki sjálfur svarað fyrir sig og sína,?hef alltaf haldið að þessir menn væru vinir og stæðu saman,en svo virðist ekki vera í þessu máli eins og það horfir við núna í augnablikinu
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 17:20
Alfriða Rúpuna. Hvern ætli Þórunn fái til að telja fyrir sig?
Hvern ætli Þórunn fái til að telja fyrir sig? ,Samkvæmt nýútgefnu plaggi frá umhverfisráðherra er ákveðið að rjúpnaveiðitímabilið verði frá 1-30 nóv,þó með þeirri takmörkun að ekki má veiða nema á fimmtudögum,föstudögum,laugardögum,og sunnudögum. Mælist hún til þess við veiðimenn að ekki verði veiddir nema 38 þúsund,en hvernig á að fygjast með því fylgir ekki fréttini.Ef að líkum lætur stendur ekki á magnveiðimönnunum að mæta til leiks og að vanda koma þeir óorði á þá sem vilja fara að reglum.Ég trúi Sigmari H alveg þegar hann segir að alvöru skotveiðimenn virði lögin,en hvað eru margir af þeim sem stunda rjúpnadráp löghlýðnir.Því miður virðist það loða við skotveiðimenn þegar þeir eru komnir á stúfana að drepa flest sem hreyfist og í færi er,og því miður verða þeir löghlýðnu að fylgja með í þessari gagnrýni,það þarf ekki nema einn gikk í hverja veiðistöð.
Auðvitað á að leggja rjúpnaveiðar alfarið af, við höfum mikið meira en nóg úrval af hverskonar matvælum þótt þeim sé sleppt.
Fyrir svo utan það að það er ekki mikil íþrótt að drepa þessa hænsfugla með haglabyssu,,"ætli rynnu ekki vær grímur á skotveiðimenn ef rjúpan væri með haglara líka"
Ég gef skít á þá klisju skotveiðimanna að þetta sé svo gott uppá útiveru og hreyfingu,ef þeir geta ekki hreyft sig úti öðruvísi en drepa eitthvað um leið þá er eitthvað verulega mikið að heima hjá þeim
Að mati Náttúrufræðistofnunar er áætlaður varpstofn nú um 110.000 fuglar og er það fækkun um 70.000 fugla frá því í fyrra
Ráðuneytið segir, að miðað við fyrri reynslu af rjúpnastofninum í niðursveiflum, muni rjúpum fækka næstu þrjú til fjögur árin og veiðiþol stofnsins minnka að sama skapi. Það sé því ljóst að takmarka þarf rjúpnaveiði enn frekar í ár en gert hafi verið á síðustu árum.
![]() |
Áfram sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2007 | 15:00
Höggvið í sama knérunn..
Níu lífeyrissjóðir hafa ákveðið að skerða eða afnema með öllu lífeyrisrétt á annað þúsnd örorkulífeyrisþega.
Hvað þar liggur að baki, eða hvaða rök viðkomandi sjóðir hafa fyrir þessum gjörningi fylgir ekki fréttinni.
Það er dæmigert á Íslandi þegar draga þarf saman seglin og gæta sparnaðar að byrja á þeim sem lægst hafa launin og standa illa að vígi heilsufarslega eða félagslega,það sannast nú sem endra nær að "Lítið dregur aumann"ef þessi hungurlús sem viðkomandi lífeyrisþegar fá getur bjargað sjóðunum frá gjaldþroti,mætti kannski líka hugsa sér að lækka laun toppanna og jafnvel hagræða aðein rekstrinum.
![]() |
ÖBÍ lýsir vonbrigðum með skerðingu örorkulífeyris |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)