Efast stórlega að Sigurður beri hag neytenda fyrir brjósti:

í frumvarpinu segir að lögunum sé ætlað að vernda neytendur, sem er gott og gilt markmið, en gæta verður þess að nýjar reglur snúist ekki um of um skuldaravernd á kostnað neytendaverndar,“ segir Sigurðu.

Það þarf enginn að vera undrandi þó forstjóra Intrum Justitia,lítist illa á að  þak verði sett á innheimtukostnað,þar sem það dregur úr möguleikum þeirra til að haga gjaldtöku að eigin vild.

Gjaldtaka svona fyrirtækja er langt út úr öllum venjulegum kortum, og á ekkert sameinginlegt með því sem kallast hóflegt,og eins og Sigurður gefur í skyn er alveg óþarfi að hafa áhyggjur af skuldurunum þetta er bara gott á þá.Það virðist gleymast hjá þessum köllum að það eru misjafnar ástæður þess að menn lenda í vanskilum,ég er þeirrar skoðunar að langflestir sem lenda í svona basli vildu fegnir vera lausir við það,og þess vegna ekki minni ástæða til að vernda þá fyrir gráðugum fyrirtækjum sem þrífast á neyð annara

Það væri gaman að sjá rökstuðning þeirra fyrir gjaldtöku á venjulegu áminnigarbréfi,(lesist hótunatbréf)  sem er að sjálfsögðu staðlað og ekkert nema færa nafn viðtakanda inn á það og senda,póstburðargjald á bréf held ég að sé 60-70 kr,veit ekki um verð á umslagi og A4 blaði,eitthvað smávegis fer af bleki eða dufti eftir því hvaða græja er notuð,ef einhver útsjónarsemi er í rekstrinum geri ég ráð fyrir að ekki sé farið með hvert bréf jafnóðum og það er skrifað út,og meira að segja gætu mjög hæfir stjórnendur notað ferðina á pósthúsið um leið til einhverra erinda sem annars þyrfti aukaferð til.

Ég giska á að í mesta lagi gæti eðlilegur kostnaður við svona bréf legið á bilinu 4-6 hundruð krónur,og tel þá hafa vel í lagt,nú veit ég ekki hvað þeir innheimta fyrir svona bréf en mér segir svo hugur um að það muni vera umtalsvert meira,svona fyrirtæki hugsa ekki í hundraðköllum


mbl.is Skuldari beri raunkostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband