Efast stórlega að Sigurður beri hag neytenda fyrir brjósti:

í frumvarpinu segir að lögunum sé ætlað að vernda neytendur, sem er gott og gilt markmið, en gæta verður þess að nýjar reglur snúist ekki um of um skuldaravernd á kostnað neytendaverndar,“ segir Sigurðu.

Það þarf enginn að vera undrandi þó forstjóra Intrum Justitia,lítist illa á að  þak verði sett á innheimtukostnað,þar sem það dregur úr möguleikum þeirra til að haga gjaldtöku að eigin vild.

Gjaldtaka svona fyrirtækja er langt út úr öllum venjulegum kortum, og á ekkert sameinginlegt með því sem kallast hóflegt,og eins og Sigurður gefur í skyn er alveg óþarfi að hafa áhyggjur af skuldurunum þetta er bara gott á þá.Það virðist gleymast hjá þessum köllum að það eru misjafnar ástæður þess að menn lenda í vanskilum,ég er þeirrar skoðunar að langflestir sem lenda í svona basli vildu fegnir vera lausir við það,og þess vegna ekki minni ástæða til að vernda þá fyrir gráðugum fyrirtækjum sem þrífast á neyð annara

Það væri gaman að sjá rökstuðning þeirra fyrir gjaldtöku á venjulegu áminnigarbréfi,(lesist hótunatbréf)  sem er að sjálfsögðu staðlað og ekkert nema færa nafn viðtakanda inn á það og senda,póstburðargjald á bréf held ég að sé 60-70 kr,veit ekki um verð á umslagi og A4 blaði,eitthvað smávegis fer af bleki eða dufti eftir því hvaða græja er notuð,ef einhver útsjónarsemi er í rekstrinum geri ég ráð fyrir að ekki sé farið með hvert bréf jafnóðum og það er skrifað út,og meira að segja gætu mjög hæfir stjórnendur notað ferðina á pósthúsið um leið til einhverra erinda sem annars þyrfti aukaferð til.

Ég giska á að í mesta lagi gæti eðlilegur kostnaður við svona bréf legið á bilinu 4-6 hundruð krónur,og tel þá hafa vel í lagt,nú veit ég ekki hvað þeir innheimta fyrir svona bréf en mér segir svo hugur um að það muni vera umtalsvert meira,svona fyrirtæki hugsa ekki í hundraðköllum


mbl.is Skuldari beri raunkostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Her heima er mikid fjallad um innheimtugjøld Intrum Justitia i Noregi, en their misstu nylega rettindi til ad reka innheimtufyrirtæki, vegna thess ad their høfdu krafid 3600 adila um of hå innheimtugjøld.  Thå kom fram, ad i Noregi getur innheimtufyrirtæki krafid skuldara um allt ad 14.000 norskar kronur i innheimtukostnad, en i Svidthjod eru håmarksinnheimtugjøld 160 sænskar kronur ån tillits til skuldaupphædar.

Eg vil leggja til ad Islendingar fari sænsku leidina, en ekki hina norsku !  Svo er annad mål, ad neytendavernd å Islandi er bara brandari, en thad er vegna thess ad Islendingar vilja ekki skrå sig i neytendasamtøk, og verda thau thvi bitlaust vopn.

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 09:39

2 Smámynd: Gísli Kristjánsson

 Þetta er alveg rétt ég hef fengið innheimtubréf frá intrum þar sem höfuðstóllinn var kr. 950.- en innheimtukostnaðurinn var kr. 3800.- það er löngu tímabært að stöðva svona bull

Gísli Kristjánsson, 16.12.2007 kl. 10:03

3 identicon

Ég setti inn færzlu hjá mér í október þar sem mér hafði borizt innheimtubréf  útaf 138 kr skuld  + 28 kr í dráttarvexti.  Þegar mandat löfmannsstofa komst í þetta þá skelltu þeir á innheimtukostnað uppá  5440 kr.  plús vsk. þá var þetta orðið um 7000 kr. 

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 11:54

4 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Lestu betur það sem ég skrifaði,ég sagði ekki að  þetta ætti að vera ókeypis,en finnst þér eðlilegt dæmið sem Þorsteinn Ingmarsson sýnir okkur,ég sagði líka að, Það virðist gleymast hjá þessum köllum að það eru misjafnar ástæður þess að menn lenda í vanskilum,ég hef ennþá, þá trú á á fólki að allur megin þorri manna lendi í svona leiðindum vegna einhverra ytri aðstæðna sem þeir ekki ráða við.Mér finnst afstaða þín benda til að þú eigir hagsmuna að gæta,og þá skil ég þessa heift þína í garð þeirra sem lenda í innheimtuvesni,ef það er rangt hjá mér,þá skil ég ekki afstöðu þína,nema þú sért svo fjáður að þú þurfir aldrei að stofna til skuldar.Kveðja og gleðileg jól 

Ari Guðmar Hallgrímsson, 16.12.2007 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband