25.8.2007 | 21:04
Hvað er að ske?
"ræðismaður Íslands í Boston hafi hótað Aroni Pálma handtöku ef hann hætti sér út úr flugstöðinni"
Hvað er þessi ræðismaður að fara?,ég hef allaf haldið að ræðismenn væru einhverskonar staðgenglar sendiherra,og hjálpuðu fólki en hótuðu því ekki handtökum .Þarf ekki Íslenska ríkið að samþykkja svona menn,og ef svo er á þá utanríkisráðherran ekki að blanda sér í málið hið snarasta og setja þennan rugludall af og biðja hann aldrei þrífast? Ég hef fylgst annað slagið með þessu máli og aldrei skilið það,en ef þetta er sýnishorn af amerísku réttarfari líst mér ekki á að búa við slíkt.Hefði ekki verið nær á sínum tíma að reyna að hjálpa Aroni sem var bara barn þegar hann var sakaður um meint brot?Greinilega á hann enga framtíð í ameríku og spurningin er hvaða framtíð bíður hans hér??
![]() |
Aron Pálmi kemur til Íslands í fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)