Hvað er að ske?

"ræðismaður Íslands í Boston hafi hótað Aroni Pálma handtöku ef hann hætti sér út úr flugstöðinni"

Hvað er þessi ræðismaður að fara?,ég hef allaf haldið að ræðismenn væru einhverskonar staðgenglar sendiherra,og hjálpuðu fólki en hótuðu því ekki handtökum .Þarf ekki Íslenska ríkið að samþykkja svona menn,og ef svo er á þá utanríkisráðherran ekki að blanda sér í málið hið snarasta og setja þennan rugludall af og biðja hann aldrei þrífast? Ég hef fylgst annað slagið með þessu máli og aldrei skilið það,en ef þetta er sýnishorn af amerísku réttarfari líst mér ekki á að búa við slíkt.Hefði ekki verið nær á sínum tíma að reyna að hjálpa Aroni sem var bara barn þegar hann var sakaður um meint brot?Greinilega á hann enga framtíð í ameríku og spurningin er hvaða framtíð bíður hans hér??


mbl.is Aron Pálmi kemur til Íslands í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Atladóttir

Fyrir mér er dæmdur barnaníðingur alltaf dæmdur barnaníðingur þó að dómurinn hafi etv verið harður í þessu tilviki.

http://atladottir.blog.is/blog/atladottir/entry/291482/ 

Kristjana Atladóttir, 25.8.2007 kl. 21:49

2 identicon

Hann var TÓLF ÁRA! TÓLF ÁRA!

Má þetta komast inn í hausinn á fólki? TÓLF, ÁRA! Ég fór í kjánalega kynlífsleiki við aðra krakk þegar ég var TÓLF ÁRA, og ég viðurkenni það hiklaust! Ég held að nánast allir hafi gert það á þessum aldri og eigi ekkert að skammast sín fyrir það, þegar þeir eru TÓLF ÁRA!

Hvers vegna hafa börn aldrei þroska til að gera nokkurn skapaðan hlut þegar það á að leyfa þeim eitthvað, en allan helvítis þroska í heiminum þegar það á að refsa þeim, í Bandaríkjunum?

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 22:02

3 Smámynd: Kristjana Atladóttir

Varstu sem sagt að eiga við börn þér mun yngri?  Það finnst mér alveg rétt að refsa fyrir.  Eitt af því fáa sem ég get fengið á hreint í þessu máli er að hann setti lim sjö ára gamals drengs uppí sig!  Það finnst mér ekki í lagi.  

Og hann er skráður fyrir "Aggravated Sexual Assault Child".  Af hverju aggravated ef þetta var bara læknisleikur?

Kristjana Atladóttir, 25.8.2007 kl. 22:09

4 Smámynd: Janus

Úfff hvernig getur þú farið svona hörðum orðum um börn. Þú hlýtur að geta séð það að Aron Pálmi hefði þurft á jafnmiklum stuðningi að halda og hinn, hann hafði heldur ekki hugmynd hvað hann var að gera.

Þú ættir nú bara að smella þér til hinnar rotnu Ameríku þar sem börnum er hengt fyrir að vera börn. Það vantar örugglega dómara með svona skoðanir.

...og svo er ég mjög sammála því sem eigandi þessarar síðu skrifar um þennan ræðismann, við þyrftum barasta að fá ungan hérna að ofan til að dæma hann og þá væri málið dautt!!

Janus, 26.8.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband