1.1.2008 | 16:50
Af hverju ekki ég eða maðurinn í næsta húsi.?
Þá er orðuveitingum lokið amk.í bili, og að vanda eru fáir útvaldir, en þó eins og venjulegt fólk sem hefur stundað vinni sína og áhugamál, eins og þorri landsmanna,nema þeir fá ekki kross fyrir þð.
Maður hefur oft velt fyrir sér þessum orðuveitingum og hvaða hlutverki þær þjóna,ég stóð lengi í þeirri trú að orðu fengju menn fyrir einhver afreksverk,en það er greinilega misskilningur hjá mér.
Mér finnst nefnilega ekkert sérstakt afrek að mæta í vinnuna og skila henni sómamsamlega, það er sú kvöð sem ég gengst sjálfviljugur undir þegar ég ræð mig í vinnu.
Ég sé heldur ekki ástæðu til orðuveitinga, þótt menn vinni að einhverju áhugamáli sínu, það segir sig sjálft að því meiri áhuga sem maður hefur á einhverju, þeim mun meira leggur maður sig fram við það, ég held að flestir finni sér áhugamál við hæfi og hvorki ætlist né búist við því að fá orðu fyrir.
Áhugamál er ekki kvöð, Það er eitthvað sem við höfum gaman af og leggjum sjálfviljug á okkur.
Þetta fólk sem "orðað" var í þetta sinn er örugglega alls góðs maklegt og ég óska því til hamingju með "upphefðina",en gaman hefði ég að sjá rökstuðning orðuveitingarnefndar fyrir tilnefningunum.
Þá er það hlutur forsetans, ef ég man rétt var hann frekar andvígur orðuveitingum, og talaði örugglega um, að hann myndi þrengja verulega að veitingu þeirra,ef hann kæmist að sem forseti,nú hef ég engar tölur til að styðjast við, en finnst eins og lítil eða engi breyting hafi þar á orðið.
Síðan er það spurningin sem mest brennur á mér núna,þar sem allir ganga að því vísu að forsetinn veiti þessar orður, hvað hefur hann um val á fólki í þetta að segja?, og hvað ræður hann miklu um hvernig þetta fólk er valið ?
![]() |
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2008 | 10:21
Er það ekki nokkur oftúlkun að menn leggi fæð á Björn Bjarnason?
Ég er enginn sérstakur aðdándi Björns, en það er langt í frá að mér sé illa við hann, eða leggi fæð á hann.
Ég þekki manninn ekki neitt persónulega,og er ekki samstíga honum í pólitík,hann hefur sjáfsagt sína galla eins og ég og þú sem lest þessar línur, mér finnst stærsti gallin á honum að hann skuli vera sjálfstæðismaður, þótt það sé kannski eðlilegt að hann fylli þann flokk, þar sem pabbi hans var einn af forystumönnum flokksins á sínum tíma.
En það var bara allt annar sjálfstæðisflokkur, en sá sem menn þekkja í dag, í tíð Bjarna Bendiktssonar voru máttarstólpar flokksins menn með sjálfstæðar skoðanir, sem þeir lágu ekkert á og voru óhræddir að fylgja eftir, í þá daga vissu þeir sem kosnir voru á þing, að þeir ættu að fara eftir eigin sannfæringu. Ekki eins og í dag, sannfæringu hugmyndasmiða og formanns flokksins.
Ég er bara dálítið hugsi yfir þessum hugleiðingum hans um spítalavist sína, minnugur þess að annar máttarstólpi flokksins lagðist inná spítala með einhvern kvilla, sem verður gríðarlega dýr fyrir þjóðina þegar upp verður staðið.
Og þar sem Björn hefur sýnt oftar en einu sinni að hann er hugmyndaríkur maður, má velta fyrir sér hvort hann komi ekki með einhverja bráðsnjalla lausn til að auka við kostnað þessa væntanlega "hátæknisjúkrahúss".Allir vilja þessir karlar reisa sér bautasteina á einn eða annan hátt.
Ef þessi skrif bera með sér einhvern illvilja í garð Björns,þá er orðið vandlifað í veröldinni.
Óska þeim sem hingað koma árs og friðar, þakka þeim sem litið hafa hér við á síðasta ári fyrir innlitið, þótt meirihlutinn hafi ekki skilið annað eftir, en skuggan sínn. Gervinöfn og IP tölur er frekar ópersónulegt.
![]() |
Læknar ofarlega í huga Björns um áramót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)