11.1.2008 | 12:53
Og ég sem hélt að Ópið væri bara eitt málverk
![]() |
Hæstiréttur þyngir dóma yfir málverkaþjófum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2008 | 08:24
Berja höfðinu við steininn, en fá aldrei höfuðverk ?
Merkilegt finnst mér hvað þeir eru sammála um þennan dóm mannréttindanefndar, Friðrik J Arngrímsson, og Einar Guðfinnsson.
Báðir telja þeir að þetta álit mannréttindanefndar skifti engu máli hér á landi, þrátt fyrir þátttöku okkar í þessari nefnd, (er þetta samráð ?), hvort sem þetta er nú skuldbindandi fyrir stjórnvöld eða ekki, þá verður því ekki móti mælt að þetta er enn einn áfellisdómur mannréttindanefndar yfir Íslensku stjórnarfari.
Kannski skiptir það stjórnmálamenn engu máli hvað þessi nefnd segir eða gerir, en það hlýtur að vekja upp spurningar hjá hugsandi fólki um hvernig staðan í mannréttindamálum er hér á landi.
Ég er ekki með tölur á hraðbergi um þessi mál,en tilfinning mín fyrir þessu er sú að þau mál sem hafa farið fyrir þessa nefnd, hafi oftar en ekki verið afgreidd stjórnvöldum í óhag.
![]() |
Breytir engu hér á landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2008 | 07:50
Fleiri þyrlur á SV hornið !!!
Er það nú ekki fullmikil frekja af læknafélagi Norðvesturlands að ætlast til þess að þyrla verði staðsett á Akureyri, hvaða tilgangi getur það þjónað að staðsetja svona dýr tæki utan Reykjavíkur ?, hafa þessir læknar ekki gert sér grein fyrir því að Reykjavík er Ísland ?, þeir sem búa utan hennar eru bara sérvitringar og undirmálsfólk.
Við sem búum utan STÓRREYKJAVÍKURSVÆÐISINS,eigum að hafa vit á því að vera ekki að gera kröfur,við höfum valið þetta.
Eru ekki komnar fjórar þyrlur til landsins ?, eða stendur til, til hvers að staðsetja þær allar á Suðvestur horninu, það verða víðar slys og óhöpp heldur en þar, að ógleymdu því að á Akueyri er stórt og vel búið sjúkrahús með frábæru starfsliði frá A til Ö
![]() |
Vilja að þyrla verði á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)