Berja höfðinu við steininn, en fá aldrei höfuðverk ?

Merkilegt finnst mér hvað þeir eru sammála um þennan dóm mannréttindanefndar, Friðrik J Arngrímsson, og Einar Guðfinnsson.

Báðir telja þeir að þetta álit mannréttindanefndar skifti engu máli hér á landi, þrátt fyrir þátttöku okkar í þessari nefnd, (er þetta samráð ?), hvort sem þetta er nú skuldbindandi fyrir stjórnvöld eða ekki, þá verður því ekki móti mælt að þetta er enn einn áfellisdómur mannréttindanefndar yfir Íslensku stjórnarfari.

Kannski skiptir það stjórnmálamenn engu máli hvað þessi nefnd segir eða gerir, en það hlýtur að vekja upp spurningar hjá hugsandi fólki um hvernig staðan í mannréttindamálum er hér á landi.

Ég er ekki með tölur á hraðbergi um þessi mál,en tilfinning mín fyrir þessu er sú að þau mál sem hafa farið fyrir þessa nefnd, hafi oftar en ekki verið afgreidd stjórnvöldum í óhag.


mbl.is Breytir engu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband