8.1.2008 | 08:02
Er þetta eðlileg veiðimennska ? Hvað segja talsmenn skotveiða ?
Ég bjóst við að tvö til þrjú skot myndu duga, en fimm? Nei."
Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu, að veiðimenn legðu í vana sinn að reyna að drepa bráðina í fyrsta skoti,en samkvæmt þessari frétt er það bara vitleysa í mér.
Nú skal það viðurkennt, að ég hef haft megnustu andúð á skotvopnum alla mína ævi, og hef þar af leiðandi takmarkað vit á skammbyssum, en skammbyssa til stórgripaveiða, þótt sérsmíðuð sé, sýnist mér ekki vera að gera sig, ef þarf fimm skot til að murka lífið úr dýrinu.
Ég hélt að stórir og þungir rifflar væru notaðir til stórgripaveiða til að drepa fljótt og vel,en það er kannski hluti af´þessu sporti að dunda við að skjóta dýrið ?
Einhvernvegin sé ég ekki hvernig veiðimenn geta komið með skotheld rök, til að verja svona veiðar, þar sem það kemur fram í viðtalinu, að það var ákveðið fyrifram, að skjóta þau með að minnsta kosti tveimur skotum í lungun. Sóðaskapur...
![]() |
Veiddu tvo risavísunda í Minnesota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)