Hvað gerir Heilög Jóhanna nú

Hvar er Félagsmálaráðherra??

Hér með er auglýst eftir honum,er ekki tímabært að hann láti til sín taka í þessu klúðri Vinnumálastofnunar,er hún ekki undir það ráaðuneyti sett?

Er ráðherran ekki á landinu eða fylgist hann ekki með hvað undirmennirnir eru að bardúsa??

Maður hefur það nú oft á tilfinningunni að ráðherrar og þeirra starfsmenn lifi í allt annari veröld, en hinn almenni borgari,ég veit ekki betur en núverandi ráðherra félagsmála hafi í stjórnarandstöðu sinni á undanförnum árum einmitt verið að gagnrýna meðal annars svona vinnubrög og boðað ákveðni og eftirfylgni til að taka á svona málum.

En það er að sjálfsögðu auðvelt mál að gagnrýna og finna að þegar ekki þarf að standa frammi fyrir því í alvörunni að taka á málunum.

Það er eins og stjórnmálamenn gleymi því að almenningur er ekki upp til hópa bara heimsk atkvæði sem nýtast á fjögurra ára fresti:

Því miður lítur samt út fyrir það, alltaf er verið að kjósa sama liðið yfir sig í svokölluðum "lýðræðislegum" kosningum,og að þeim loknum fellur allt í sama farið þá er skipt bróðurlega (að mestu leyti)  með sér embættum og öðru sem þykir skipta máli, og þá er ekki verið að spyrja um hæfni manna heldur flokksskírteini.Það Fjallgrimm trúa mín að ef embættismenn ríkisins væru ráðnir eftir hæfni væri allt  öðruvísi umhorfs í þessu þjóðfélagi í dag.

Auk þess legg ég til að Vinnumálastofnun verði lögð niður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband