Er Björn Ingi galdramaður ???

Eins og ég hef sagt hér áður hef ég ekki verið hallur undir Framsóknarflokkinn og er svo enn,það fara nú samt að renna á mig tvær grímur,og sennilega tímabært að fara að endurskoða það mál,miðað við afrek Björns Inga í borgarstjórninni.

Það eru slöpp meðmæli með borgarstjórnarmönnum Sjáfstæðisflokksins að hann einn skyldi getað vafið þeim um fingur sér,eða ég skil málflutning þeirra þannig.Einn á móti sjö er ekki lítið afrek,Hvað voru þessir sjö menn að gera EF það er satt að þeir viti ekki almennilega hvað sé um að vera.Ekki hafði hvarflað að mér að bláa höndin væri svona báeygð,að láta einn mann plata sig upp úr skónum.Að skrifa undir eitthvað sem maður hefur ekki lesið lýsir fullkomnu dómgreindarleysi,og svoleiðis menn ættu að sjá sóma sinn í því, að biðjast afsökunar á gjörðum sínum,og hætta síðan hið snarasta.

Það hlýtur að vera lágmarks krafa að fulltrúarnir séu læsir á enska tungu ef þeir skrifa undir samning á því máli,og ef þeir skilja ekki ensku (sem má efast um) þar sem þeir skilja ekki íslensku,ja þá eru þeir orðnir atvinnulausir að mínum dómi.

Þetta mál virðist allt ein flækja fyrir þeim hvort sem er á íslensku eða ensku,en endilega fráfarandi borgarfulltrúar munið að hinn almenni kjósandi er ekki fífl þótt hann hafi kosið ykkur,þvert á móti hélt hann að þau loforð sem þið gáfuð fyrir kosningar myndu standa,það yrði unnið eftir þeim en ekki einhverjum pólitískum hrossakaupum um stjórnir og stöður.

Og endilega, ekki reyna að telja okkur trú um að einn maður í borgarstjórninni hafi afrekað alla þessa vitleysu hjálparlaust.

Hefðu þið verið í vinnu hjá mér,hefði ég rekið ykkur snúningalaust fyrir slæleg vinnubrögð

Legg svo til að stórnmálamenn beri ábyrgð á gerðum sínum og athöfnum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband