Hvað eiga þau að eyða mörgum miljónum til að læra af mistökum.

Í utandagskrárumræðu um fjárheimildir til endurnýjunar Grímseyjarferjunnar á alþingi í dag var Birkir Jón Jónsson harðorður í ræðu sinni."Ætlar enginn að viðurkenna ábyrgð sína í þessu máli?",spurði Birkir.

Er Birkir ekki formaður fjárlaganefndar alþingis,eða var hann það?,skiptir samt ekki öllu máli hann hefði getað opnað sig fyrr ef hann er hvítþveginn af þessari hneisu.

Aftur á móti geta fjármálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra ekki skafið af sér skítasletturnar í þessu máli,þótt þeir rembist eins og rjúpan við staurinn að benda á einhverja aðra. Báðir þessir ráðherrar hafa sýnt ótrúlegt dómgreindarleysi í þessu máli og reyndar fleirum og virðist sem þeim sé fyrirmunað að skammast sín,( enda ekki sterkasta hlið stjórnmálamanna) mér finnst oft á tíðum þegar ég heyri í fjármálaráðherra að það orki tvímælis hvort óhætt væri að treysta honum fyrir einföldum heimilisreikningi,hvað þá ríksisreikningunum.

Og síðan er reynt að drepa málinu á dreif,með svona frasa..Árni sagði jafnframt mikilvægt að læra af mistökum sem hafi verið gerð og horfa fram á við.

Og bergmálið lét ekki á sér standa 

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður samgöngunefndar tók svo undir orð fjármálaráðherra og hvatti til þess að lært yrði af mistökunum.

Þetta er  dýr lærdómur,  ég held að hann geti ekki leitt til annars, en þetta fólk ætti að sjá sóma sinn í því að hætta þessu vafstri í pólitík,og snúa sér að einhverju sem ekki yrði svona dýrt fyrir þjóðina.

mbl.is Birkir Jón Jónsson: Ríkisstjórn og Alþingi leynd mikilvægum gögnum um Grímseyjarferjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband