Hvað næst herra Björn? Algjört einræði eða hvað?

Hvaða fíflagangur er á ferðinni,er dómsmálaráðherra svo upptekin af því hlutverki sínu að koma á einhverskonar alsherjareftirliti með okkur að hann sé að missa sjónir á því sem eðlilegt getur talist?

Það liggur við að maður fari að hallast að því að hann vilji koma á einræði,hvenig rúmast það saman að aðhyllast allt að óheft fresli þegnanna,smanber Hannes H,og hörðustu aðgerðir gömlu kommúnistaríkjanna þar sem allt var undir smásjá ríkisins.

Svo er öllu þessu kjaftæði pakkað inn í silkiumbúðir Kanana,alþjóðasamfélagið sé í hættu,mótvægi við við vaxandi hryðjuverkum í heiminum,og fleiru sem Kanin á verulega sök á.

Ætli Birni finnist það líklegt að menn gefi samþykki sitt möglunarlaust fyrir því að lögreglan fari að fylgjast með þeim dag og nótt,ef svo er ekki þá er hann með dómarana sem að sjálfsögðu myndu leyfa slíkt ef ríkið á í hlut

 Með nýlegu frumvarpi til laga um meðferð sakamála leggur Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra,

til að leidd verði í lög heimild til að koma búnaði fyrir í bifreiðum, fatnaði og töskum einstaklinga til að auðvelda lögreglu að fylgjast með og veita þeim eftirför. Til að beita slíkum aðgerðum þarf þó annað hvort úrskurð dómara eða samþykki viðkomandi einstaklings

Í athugasemdum með frumvarpinu segir að aðgerðir þessar feli í sér óvenjumikla skerðingu á friðhelgi einkalífs þeirra sem þær beinast að enda verði hægt að fylgjast með daglegum athöfum fólks á heimilum þess. Auknar heimildir eru rökstuddar með því að „mikilvægt [sé], ekki síst þegar um er að ræða hryðjuverk eða meiri háttar fíkniefnabrot, að lögregla geti aflað upplýsinga með þessum hætti."


mbl.is Búnaður í fatnað, töskur og bifreiðar til eftirfarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pál Barna Szabó

djöfulsisn fasista andskotar!

Pál Barna Szabó, 21.11.2007 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband