Finnst Kolbrúnu nýfædd börn vera kynlaus.

 Hélt satt að segja þegar ég sá fyrirsögnina að nú ætti að fara að taka tímaritið Bleikt og Blátt til bæna,en það var nú heldur betur annað.

Eru líkur á að þessi hefð sé til komin í heilbrigðisráðuneytinu,hefði ekki verið nærtækara að spyrjast fyrir um þetta á fæðingardeildinni,og meiri líkur að einhver þar vissi eitthvað um þetta.

Ég hef aldrei skilið þessa bleiku og bláu merkingu á börnum,finnst hún heimskuleg, en það hefur aldrei pirrað mig neitt.

En ef þetta er eitthvað sem ástæða er til að ræða í þinginu,þá má spyrja sig að því hvernig þingmenn hagi vinnu sinni,og hvað þeir telji að gagnist landi og lýð.

Við eigum allt okkar eftir þó börn á fæðingardeildum séu auðkennd með bleiku og bláu,það á hreinlega að banna svona heimskulegar fyrirspurnir sem  þjóna engum tilgangiog gera ekkert nema að tefja fyrir vitlegri umræðu.

. Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður Vinstri grænna hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra á Alþingi um hvernig sú hefð hafi mótast að klæða stúlkur í bleikt og drengi í blátt á fæðingardeildum og auðkenna þá með bláum armböndum og stúlkur með bleikum. Spyr Kolbrún hvort ráðherra telji koma til greina að því verði breytt þannig að nýfædd börn séu ekki aðgreind eftir kyni og að þau verði framvegis klædd í hvítt „eða aðra kynhlutlausari liti“.


mbl.is Ekki meira blátt og bleikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband