Sá hlær best sem síðast hlær.

Embætti ríkislögreglustjóri hefur unnið að því í samvinnu við Barnaheill og netþjónustur, að koma upp síum á myndefni, sem ætti að koma í veg fyrir dreifingu á netinu á myndum, sem tengjast ofbeldi á börnum og barnaklámi.

Þetta kom m.a. fram í svari Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns VG, í dag.

Björn sagði einnig, að til stæði að koma upp svonefndum rauðum hnappi, sem hægt væri að ýta á til að tilkynna lögreglu um varhugaverð samskipti á netinu, sem gætu skaðað börn.

Steingrímur sagði m.a. að hann hefði verið gagnrýndur fyrir ummæli  um að lögregla ætti að geta beitt sér gegn lögbrotum á netinu.

Hvað segja þeir nú sem mest gerðu gys aðSteingrími,og sökuðu hann um að vilja koma á netlögreglu ?


mbl.is Unnið við að setja upp síur fyrir myndefni á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Svona síur eru tæknilega ómögulegar, eina sem mér dettur í hug eru Dns síur og gera þær lítið gegn,  (proxys)

Alexander Kristófer Gústafsson, 28.11.2007 kl. 20:57

2 Smámynd: Þór Sigurðsson

Þeir gætu eins verið að setja upp hijacking proxy (vel þekkt fyrirbrigði í netheiminum og gjarnan notað af símafélögum til að minnka peering kostnað). Slíkur proxy í samvinnu við einhverja efnissíu gæti alveg virkað - að einhverju leyti. En eins og allir þeir sem hafa reynt þessa leið hafa komist að, þá er þetta ógerlegt þar sem false-positives eru allt of mörg og engu að síður eru false-negatives sem sleppa í gegnum síuna.

Dæmi um false-positives er þegar púritanar í einu fylki í BNA létu setja upp síur í bókasöfnum og skólum fylkisins, þá var ekki hægt að skoða síður á við þessa: http://www.gscgehc.org/ (Girl Scout Council of Greater Essex and Hudson Counties) þar sem orðin "girl" og (Es)"sex" komu fyrir.

En svo má líka spyrja sig á hvaða leið Ísland er í netmálum almennt ?

Símafélögin (og aðrir ISPar) komast þegar upp með ákveðna tegund ritskoðunar þar sem þeir sem nota deiliforrit af einhverju tagi eru flokkaðir í kerfum ISPanna sem "óæðri verur" og fá bandvíddartakmarkanir á umferð sína.

Þessi sía yrði því aðeins viðbót við þá flokkun netverja sem þegar á sér stað.

Ekki að ég sé að mæla þessu neina bót. Hugmyndin er fáránleg sama frá hvaða sjónarhorni hún er litin. Það eru til betri (og skilvirkari) leiðir til að handsama þennan hóp fólks.

Þór Sigurðsson, 29.11.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband