Áfallastreituröskun? Er þetta ekki alveg magnað orð.????

Verð altaf jafn hissa þegar ég sé þetta orð,hef að vísu rætt um það áður en fékk engin svör við því.

Ég tel mig vita nokkurnvegin hvað orðið Áfall merkir,t.d.Ágjöf.Dögg.Tjón. Slys og fleira í þessum dúr.

Streita getur verið svo margvísleg t.d.Fyrir það fyrsta er oft talað um að halda einhverju til streitu.það getur verið þreyta,taugaþreyta vegna áreynslu af einhverju tagi,þræta,ósætti og fleira.

Röskun,er t.d.Aflögun á einhverju,Raska hinu og þessu og fleira,en þegar ég er búinn að tjasla þessum þremur orðum saman er skilningur minn ekki meiri en guð gaf svo ég botna ekkert í þessari samsetningu.


mbl.is 18 mánaða fangelsi fyrir að ráðast á unnustu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Hæhæ

Áfallastreituröskun, eða PTSD eins og skammstöfunin er, vísar til þess þegar einstaklingur verður fyrir áfalli sem sækir sífellt á viðkomandi. Þá er ég að meina að það sæki á viðkomandi eins og með draumum, það er að endurupplifa áfallið aftur og aftur og líf viðkomandi verður of mikið mótað af atburðinum.

Um daginn lenti ég í árekstri, það var áfall og ég fattaði það ekki fyrr en nokkrum dögum seinna. Ég hafði verið mikið utan við mig og í miklu sjokki, en með PTSD, þá erum við að tala um mun alvarlegra áfall sem að getur valdið stöðugum ótta, eins og barn sem er mikið og alvarlega misnotað, lifir í ótta, upplifir atburðina í draumum og endurupplifir atburðina í vöku líka. En þarna erum við að tala um mjög alvarleg áfökll... eins og eitt dæmi um konu sem hafði séð manninn sinn myrtan.

Vonandi að þetta hafi eitthvað hjálpað

Kveðja,

Inga Lára  

Inga Lára Helgadóttir, 30.11.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband