30.11.2007 | 07:52
Sælir eru einfaldir og svfr.....................
Tvöfalt skattþrep myndi aðeins flækja skattkerfið
Ég get vel skilið að fjármálaráðherra hugnist ekki tvöfalt skattkerfi,hann á í nægum erfiðleikum með að sklija núverandi kerfi.
Pétur er bara staðfastur í sínu gamla fari,eitt skattþrep skal það vera ,en lækka skatta svo hann og aðrir peningamenn græði meira.
Tvöfalt skattþrep myndi aðeins flækja skattkerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En af hverju að flækja skattkerfið?
Er ekki nóg að þeir sem hærri tekjur hafa séu að borga hærra hlutfall af sínum tekjum í skatt vegna skattleysismarkanna/persónuafsláttar?
Ef þú ert með 125.000 í laun borgarðu 8.928 í útsvar og tekjuskatt sem er 7,14%
Ef þú ert með 250.000 í laun borgarðu 50.006 í útsvar og tekjuskatt sem er 20%
Ef þú ert með 500.000 í laun borgarðu 132.162 í útsvar og tekjuskatt sem er 26,43%
Ef þú ert með 1.000.000 í laun borgarðu 296.474 í útsvar og tekjuskatt sem er 29,64%
Ef þú ert með 2.000.000 í laun borgarðu 625.098 í útsvar og tekjuskatt sem er 31,25%
Sérðu mynstur?
Jóhann, 30.11.2007 kl. 08:58
Hérna er á vissan hátt enn verið að deila um það hvort nota eigi skattkerfið til tekjuöflunar eingöngu eða hvort nota eigi það líka til tekjujöfnunar. Nánast öll ríki í heiminum nota skattkerfið líka til tekjujöfnunar.
Ég er jafnaðarmaður og er því hlynntur því að skattkerfið sé líka notað til tekjujöfnunar. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að ekki sé ástæða til að flækja skattkerfið með tveimur þrepum vegna þess að það er hægt að bæta haf þeirra lakast settu mun betur með því einfaldlega að hækka persónuafláttinn. Sú leið flækir ekki skattkerfið og gagnast þeim lakast settu mun betur en tvö skattþrep.
Sigurður M Grétarsson, 30.11.2007 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.