1.1.2008 | 10:21
Er það ekki nokkur oftúlkun að menn leggi fæð á Björn Bjarnason?
Ég er enginn sérstakur aðdándi Björns, en það er langt í frá að mér sé illa við hann, eða leggi fæð á hann.
Ég þekki manninn ekki neitt persónulega,og er ekki samstíga honum í pólitík,hann hefur sjáfsagt sína galla eins og ég og þú sem lest þessar línur, mér finnst stærsti gallin á honum að hann skuli vera sjálfstæðismaður, þótt það sé kannski eðlilegt að hann fylli þann flokk, þar sem pabbi hans var einn af forystumönnum flokksins á sínum tíma.
En það var bara allt annar sjálfstæðisflokkur, en sá sem menn þekkja í dag, í tíð Bjarna Bendiktssonar voru máttarstólpar flokksins menn með sjálfstæðar skoðanir, sem þeir lágu ekkert á og voru óhræddir að fylgja eftir, í þá daga vissu þeir sem kosnir voru á þing, að þeir ættu að fara eftir eigin sannfæringu. Ekki eins og í dag, sannfæringu hugmyndasmiða og formanns flokksins.
Ég er bara dálítið hugsi yfir þessum hugleiðingum hans um spítalavist sína, minnugur þess að annar máttarstólpi flokksins lagðist inná spítala með einhvern kvilla, sem verður gríðarlega dýr fyrir þjóðina þegar upp verður staðið.
Og þar sem Björn hefur sýnt oftar en einu sinni að hann er hugmyndaríkur maður, má velta fyrir sér hvort hann komi ekki með einhverja bráðsnjalla lausn til að auka við kostnað þessa væntanlega "hátæknisjúkrahúss".Allir vilja þessir karlar reisa sér bautasteina á einn eða annan hátt.
Ef þessi skrif bera með sér einhvern illvilja í garð Björns,þá er orðið vandlifað í veröldinni.
Óska þeim sem hingað koma árs og friðar, þakka þeim sem litið hafa hér við á síðasta ári fyrir innlitið, þótt meirihlutinn hafi ekki skilið annað eftir, en skuggan sínn. Gervinöfn og IP tölur er frekar ópersónulegt.
Læknar ofarlega í huga Björns um áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gleðilegt ár og vonandi hefur þú haft það gott á því síðasta
En langar að bæta því við að mér finnst Björn flottur kall og ég er allavega ein af þeim sem misskildi færsluna þína ekki...
Gleðilegt ár enn og aftur og hafðu það gott ,
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 1.1.2008 kl. 15:23
gleðilegt ár frændi og fjölsk ég hef ekkert álit á birni sem stjórnmálamanni en sem persóna er þetta ágætis karl kv maggi og fjölsk
jósep sigurðsson, 1.1.2008 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.