Tvær greinar í Fréttablaðinu vöktu athygli mína í gær,báðar tengajst þær furðufyrirbærinu T.R. sem einn góður Bloggari, vill meina að standi fyrir "Til Ríkisins. þar sem meginmarkmið hennar virðist vera að skerða bætur,endurheimta greiddar bætur,og véfengja rétt manna til bóta,um það snúast þessar fréttir.
Önnur er um konu sem missti handlegg upp við öxl, það segir sig sjálft að það heftir hana alveg gífurlega við allar daglegar athafnir, ein af þeim er athöfn sem við gerum umhugsunarlaust, en hún á ómögulegt með að gera, og það er handsnyrting, svosem að klippa neglur og annað slíkt, hún býr auk þess við þann kvilla, að vegna lyfja sem hún hefur verið á vegna handleggsmissisins, er hún með lélegar neglur sem brotna auðveldlega og þarf því að snyrta oftar en algengt er.
Hún fór fram á við T.R. að fá styrk til að geta farið á stofu til að láta gera þetta þar þegar þyrfti, svör þeirra voru þau að þeir skildu vandann en reglugerðin, gerði ekki ráð fyrir svona vanda svo hún yrði að leita annar úrræða.
Hin fréttin er um mæðgur sem búa sín í hvoru sveitarfélagi, konan er ósjálfbjarga vegna heilsubrest, meðal annars mjög sjónskert og öryggslaus af þeim sökum,þar sem hún þarf stöðuga umönnun fór dóttirin fram á umönnunarbætur frá T. R.en var synjað vegna þess að þær byggju ekki í sama sveitarfélagi.
Niðurlag fréttarinnar er svohljóðandi. Óumdeilt er að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum um að móðir kæranda er í þörf fyrir mikla umönnun sem dóttir hennar veitir henni.Hinsvegar er ekki heimilt að greiða dótturinni umönnunarbætur þar sem þær mæðgur hafa ekki sama lögheimili.Því er synjun T.R. um greiðslu bótana staðfest.
Hvernig væri að gera þetta anskotans kerfi aðeins manneskjulegra,það er kannski ekki hægt að búast við því að reglugerðarsmiðirnir sjá við öllu sem upp kann að koma, ( þótt þeir séu naskir að finna veika bletti T.R. í vil) Það er óumdeilt að í báðum þessum tilfellum er um réttmætar kröfur að ræða en þá skortir mannlega þáttinn, og viljann til úrbóta.
Athugasemdir
ahhhh,,, er so sammála þér
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.