14.1.2008 | 11:53
Alþjóða frjálsíþróttasambandið!!! ER það samansafn af háflvitum ???
Suður afríski hlauparinn Oscar Pistorius,hefur náð frábærum árangri í hlaupi, síðan hann fékk sérstaka hlaupafætur ú koltrefja efn. Eru þessir fætur þróaðir og framleiddir af stoðtækjaframleiðandanum Össuri.
Oscar fæddist án sperrileggja, og var ákveðið í frumbernsku hans að taka báða fætur af fyrir neðan hné. Hefur hann æft stíft,með það að markmiði að komast á ólypíuleikana í Peking.
Nú haf þessir nefapar sem sitja í alþjóða frjálsíþróttasambandinu, komist að þeirri gáfulegu niðurstöðu að hann hafi of mikið forskot á þá sem hafa báða fætur heila.
Ef þetta er rétt túlkun,má þá búast við því í framtíðinni að alþjóða frjálsíþróttasambandið, verði að enduskoða þessar reglur vegna þess að hlauparar almennt láti taka af sér fæturna til að ná betri árangri í í þróttinni. Það getru varla verið meira mál, en að hætta lífi og limum vegna steranotkunnar í ýmsum greinum íþrótta.
Í yfirlýsingu segir IAAF að gervifæturnir séu skilgreindir sem tæknileg aðstoð og því andstæðir reglum um keppni í frjálsíþróttum. Þess vegna geti Pistorius ekki tekið þátt í mótum, sem haldin eru í samræmi við reglur IAAF.
Pistorius fær ekki að keppa á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samála að stjórn IAAF. er samsafn af hálfvitum.
Hugsa sér að fatlaður maður, sem hefur lagt á sig ómælda vinnu til að fá að keppa með ófötluðum, skuli vera útilokaður frá keppni. Íslensk íþróttahreyfina ætti strax í dag að senda út harðorða vantraust yfirlýsingu á stjórn IAAF, og krefjast að Óskar fái að keppa á Ól.leikunum, eins og hann hefur dreymt um.
haraldurhar, 14.1.2008 kl. 12:25
Ég held því miður að þetta sé óhjákvæmileg niðurstaða, því með því að leifa á manninum að keppa á ÓL gætu vaknað fleiri spurningar. Hvað t.d. ef þessi maður skrúfaði á sig gormafætur og færi að keppa í hástökki, væri það í lagi? Fatlaðir keppa líka á hjólastólum sem fara hraðar en hlauparar, hvað með þá? Mega ófatlaðir þá ekki nota svona hjálparbúnað ef þeim finnst það betra?
Emil Hannes Valgeirsson, 14.1.2008 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.