Hvenær skyldi það verða að þingmenn og ráðherrar fari eftir stjórnarskránni ?

Það er merkilegur andskoti, að 20-30 menn geti verið með sömu sannfæringuna, er það kannski vitleysa í mér að þingmenn eigi samkvæmt stjórnarskrá að vinna eftir  eigin sannfæringu ? Ég man þá tíð að sjálfstæðismenn höfðu ekki allir sömu sannfæringuna, og voru ófeimnir við að verja sína, hvað sem flokksbræðrum þeirra leið, og raunar var það svo í öllum flokkum.

Það er makalaust að menn skuli verja rangan málstað fram í rauðan dauðan, þrátt fyrir að vera á annari skoðun, mér finnst skondið að sjá skrif þeirra og máttleysislega tilburði til að verja þetta Þorsteinsdómarahneyksli. Þeir reyna að villa um fyrir fólki með því að kenna matsnefndinni um hvernig komið er. Við vitum öll að hún er umsagnaraðili,  á faglegum nótum ekki pólitískum, ég hef hvergi getað séð á prenti að þeir hafi haldið því fram að þeir ættu að ráða þessu.

En hvaða tilgangi þjónar að skipa nefnd sem á að veita faglega umsögn um hæfi manna í þetta embætti ef ráðherra lítur ekk einu sinni á hana. Ég gef lögfræðimenntun og reynslu þessara manna í nefdinni, ekki háa einkun ef maður með dýralæknismenntun er þeim svona miklu fremri.

ER þá ekki ráð að fara að læra dýralækningar frekar en lögfræði.


mbl.is Ósammála ráðherra um mat á umsækjendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Hér er kominn kjarni málsins. Skömm að þessu.

Þarfagreinir, 16.1.2008 kl. 15:14

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég hló nú bara að fyrirsögninni. Já hvenær skyldi það verða?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 16.1.2008 kl. 17:13

3 identicon

Góður Ari !!

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:00

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Þetta lið hvort sem það er Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur eða ???? hlýða yfirboðurum í atkvæðagreiðslum. Var ekki eitthvað vesen með Dagný gimbrina hans Guðna. Þurfti hún ekki að greiða gegn eigin sannfæringu.

Ég er alveg sannfærð um að Árni hefur fengið fyrirskipun frá Seðlabankastjóra um að skipa Þorstein í embættið

Það væri hægt að spara stórfé og hafa ekki allar þessar nefndir starfansi fyrst það er ekkert tekið mark á þeirra vinnu. Til hvers eru þær þá???

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.1.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband