Einkennileg leið til að koma í veg fyrir Gróusögur ! Fatakaup Framsóknar!!!

Guðjón Ólafur Jónsson fyrrverandi þingmaður framsóknarflokkins, velur einkennilega aðferð til að bjarga þessum deyjandi flokki sínum. Mér virðast þessi skrif hans frekar vera til að ýta undir sundrungina sem ríkir á því kærleiksheimli,fremur en hitt´

Nú veit ég ekkert um klæðaburð framsóknarmanna,né fatakaup,einnig er langtímaminni mitt þegar pólitík er annars vegar frekar lítið,hef aldrei séð ástæðu til að leggja marklaust þvaður á minnið,en uppistaða pólitískrar umræðu, finnst mér einkennast af skrumi, lygi, innhaldslausum loforðum, og sleggjudómum um andstæðingana. Þetta var smá hliðarhopp frá efninu.

Ég man ekki eftir því að hafa tekið eftir frétt, eða heyrt um þessi fatakaup áður, það er kannski þess vegna sem hann kemur þessu á framfæri núna, til að hressa upp á minni okkar sem ekki munum eða vitum um þessi kaup. Og þá er tilganginum náð, hafi maður efast um uppdráttarsýkina, og deilurnar í flokknum flokknum, er sá efi horfinn þetta er bara einn naglinn enn sem framsóknarmenn reka sjálfir í eigin líkkistu.

Þessi aðferð  Guðjóns Ólafs er að mínu viti ekki til þess fallin að hressa orðspor flokkisns, þó hlýtur hún að hafa verið valin eftir vandlega íhugun, þar sem komið er á annað ár síðan þessi fatakaup fóru fram. Vandséð er  hvernig svona bréf á að bæta þá misklíð sem hann segir ríkja í flokknum.  

EN HVER SKILUR FRAMSÓKNARMENN ?

 

Guðjón Ólafur sendi flokksfélögum sínum í Reykjavík bréf í vikunni þar sem hann viðrar áhyggjur sína af stöðu flokksins...

  Versnandi staða flokksins og misklíð undanfarinna ára í röðum flokksfélaga hafi dregið úr áhuga þeirra...

...segist Guðjón Ólafur hafa síðustu mánuði fundið í vaxandi mæli fyrir uppgjöf fólks.

Þá segir Guðjón Ólafur: Enn grassera gróusögur, nú síðast um að forystumenn okkar í borgarstjórn hafi fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 keypt sér föt fyrir hundruð þúsunda á kostnað flokksins.

 Slíkar sögur eru leiðigjarnar og mikilvægt að forystumenn okkar leiðrétti þær sem fyrst með afgerandi hætti, segir Guðjón Ólafur. Staða flokksins sé þannig að allir duglegir menn þurfi að taka höndum saman eigi að taka að rífa hann upp úr þeim djúpa öldudal sem hann sé í nú.

Bréf Guðjóns Ólafs, sem endar á óskum um gæfu og gengi á árinu, er merkt Trúnaðarmál. Það er þó birt í heild sinni á vefnum og var sent öllum Framsóknarmönnum í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta bréf er bara honum (Guðjóni) til minnkunar að mínu viti.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ari. Mikið fjör og mikið grín á bloggsíðu hjá sumum.  Þetta bréf er auðvita ekki til að hjálpa Framsóknarflokknum í dauðateygjum sínum. En það væri samt skemmtilegt að vita hvort frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík séu svona fátækir að þeir hafi þurfi að láta klæða sig á kostnað flokksins? Björn Ingi var aldrei spurður um það. Kannski var hann búinn að banna að sú spurning væri lögð fram. Blessuð sé minning Framsóknarflokksins. Farið hefur fé betra. Ég er ekki  orðvör né grandvör eins og þú  Ari minn.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.1.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband