Rafmagnastruflanir + útvsarpssendingar ! Bylgjan bjargar því sem bjargað verður

 Þegar Rúv.klikkar.hún heyrist um allt land en ekki "Úvarp allara landsmanna"

 

Samhliða rafmagnstruflunum sem urðu á Austurlandi í nótt, duttu niður útvarpssendingar, hjá "útvarpi allra landsmanna" hér á Vopðnafirði heyrðum við ekki í útvarpi, eða sáum sjónvarp fyrr en komið var langt fram á dag, eiginlega var bara komið kvöld.

Við gátum aftur á móti hlustað á Bylgjuna í allan dag...því ekki að auglýsa bilun á Rúv. hjá þeim ?

Mér finnst að það sé löngu kominn tími á að endurskoða þessa nafngift, útvarp allra landsmanna, hún stendur engan vegin undir nafni, ef verða einhverjar rafmagnstruflanir, þá er útvarpið dottið út og kemur síðan ekki inn aftur,  fyrr en eftir dúk og disk.

Þetta á að vera öryggistæki og vara menn við náttúruhamförum og öðru slíku ef vá er fyrir dyrum, en er eitt það fyrsta sem klikkar þegar eitthvað bjátar á.

Og það sem meira er það er ekkert reynt  að koma orðsendingu til notenda hvað sé á seyði,það ættu að vera hæg heiman tökin að vera með þetta á Netinu t.d. Í dag hefur ekkert verið minnst neitt á  þetta í þeim fréttum sem ég hef séð, og raunar ekki um þessar truflanir á rafmagni sem þessi knappa klausa segir frá

.

ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ SEGJA AÐ ÞJÓNUSTAN HAFI BATNAÐ HJÁ PÁLSSTOFU ÞÓ BREYTT HAFI VERIÐ UM REKSTRARFORM.


mbl.is Rafmagnstruflanir á Austurlandi í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ari. Útvarpsstöðin Lindin virkaði flott og er miklu betri en Bylgjan.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.1.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Það vantar alveg veraldlegar fréttir og veðurfregnir þar,  annars er hún oft ágæt.

Kveðja.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 20.1.2008 kl. 22:41

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ aftur. Ég heyri að þau eru eitthvað að rembast við að lesa veðurspá um 4 leytið á daginn en það er stundum fyndið að hlusta á það. Sumir eru hálf klaufalegir að lesa veðurfréttir. Það myndi ekki vera viturlegt að biðja mig að lesa pistill um hesta og öll mál sem þá varðar.  En ég tek undir með þér að þetta er til skammar þessi þjónusta uppá öryggi.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.1.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband