24.1.2008 | 10:32
Er ég bundinn einhverjum trúnaði við tannlækna ??
Get ekki skil þessa vitleysu í sambandi við að birta gjaldskrá hjá tannlæknum,öðruvísi en svo að þeir séu að reyna að fela eitthvað sem ekki þolir dagsins ljós.
Hvað kemur þessari "persónuvernd" við hvort Tryggingastofnun eða einhver annar birtir þessa gjaldskrá, hvað er hún að vernda ?, tannlæknana ?
Ef ég fer til tannlæknis, þarf ég þá leyfi þessarar nefndar ef mér dettur í hug að birta reikningin sem ég þurfti að greiða ?
Sérfræðingar Neytendastofu og Tryggingastofnunar munu vinna að málinu. Það þarf að ganga úr skugga um hvað eigi að birta af þeim upplýsingum sem Tryggingastofnun hefur undir höndum og hvernig. Um leið þarf að skoða að allur lagagrundvöllur sé réttur, segir Tryggvi...
Er það ekki skylda Tryggingarstofnunar, ef hún er með gögn um mál sem orka tvímælis, að koma þeim í réttar hendur til skoðunar ?
Neytendastofa hyggst birta verð tannlækna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.