Það gengu bögsulega að klóra yfir skítinn.

Snilldar útúrsnúningur hjá forsætisráðherra hann gefur sér sem sagt að matsnefndin verði að flokka menn annað hvort hæfa eða óhæfa, miðað við þessa forsendu... Það er engin munur að hans dómi hvort maður er metinn hæfur eða hæfari.

 

...metið þá alla hæfa en þrjá hæfari. Sagðist Geir telja, settur dómsmálaráðherra hefði ekki getað skipað umsækjenda, sem dómnefndin mæti ekki hæfan í starfið.


mbl.is Dómnefnd mat alla umsækjendur hæfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Já þetta sýnir nú hæfni forsætisráðherra til að fjalla um málið þar sem hann getur ekki gert mun á hæfum og miklu hæfari til starfa. Árni Matthiesen er gjörsamlega óhæfur til að meta hæfi umsækjendanna í þessu tilfelli þar sem hann hefur nákvæmlega enga sérstaka lagaþekkingu, hann er dýralæknir og viðskiptafræðingur. Á kannski að fá bakara til að meta hæfi pípara og lögfræðing til að meta hæfi dýralækna o.s.frv. Dýralæknirinn er gjörsneyddur dómgreind, siðblindur af hroka og gjörsamlega óhæfur hvort sem er til að gegna embætti ráðherra eða annarra opinberra embætta.

corvus corax, 31.1.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ari. Þetta er til skammar og þegar Geir er nú að reyna að sópa skítnum undir mottuna þá afhjúpar hann algjörlega spillinguna sem hefur grasserað á Íslandi alltof lengi. Þetta er nú ljóta, ljóta ruglið. ég er nú eiginlega alveg viss að það hafi komið fyrirskipun úr Seðlabankanum um val og Árni Matthíesen var bara jójó í málinu og ef þessi ályktun mín er rétt þá er hann ekki hæfur til neinna ábyrgðaverka. Hann á auðvita að taka ákvarðanir í samræmi við nefndina. Annars geta þeir sparað þessar nefndir. Það kostar örugglega helling öll þessi nefndarstörf sem er svo ekkert gert með. En þetta er bara ágiskun sakleysinga í sveitinni.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.1.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband