Furðulegt fyrirbæri Mannanafnanefnd

Hef oft furðað mig á röksemdum þessarar nefndar þegar hún er að samþykkja eða hafna mannanöfnum, mörg af þeim nöfnum sem hafa verið samþykkt eru svo heimskuleg að maður myndi ekki einu sinni  nota það á hund. Eitt af þeim nöfnum sem ég skil ekki er kvenmannsnafnið Ilmur,er þetta ekki karlkynsorð, eða hvað ?, segir maður ekki að hann, ilmurinn sé góður ?, mér finnst það hljóma betur, en hún ilmurinn er góður
mbl.is Piu og Sven hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mér finnst Ilmur fallegt nafn.

Mér finnst alveg merkilegur andskoti hvernig mannanafnanefnd er haldið við störf á meðan Ísland er að verða alþjóðlegur staður. Hvernig er hægt að skikka fólk til að heita nöfnum sem hægt er að beygja á íslenskan hátt. Meiri vitleysan.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.2.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Mér finnst allt í lagi með nafnið,en mér finnst nefndin ekki vera samkvæm sjálfri sér í því að leyfa og hafna...        

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 2.2.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Alveg sammála þér þar sem þessari nefnd hafa aukinheldur verið furðulega mislagðar hendur við að velja og hafna.

Kveðja 

Ari Guðmar Hallgrímsson, 2.2.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ari. Skemmtilegur pistill. Orðheppinn að vanda. Þessi nefnd er ekki samkvæm sjálfum sér. Man að það kom einhvern tímann upp algjört rugl og þau vildu banna nöfn sem höfðu viðgengist hér til fjölda ára. Því miður man ég ekki nöfnin en þetta hefði verið efni í Áramótaskaupið.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.2.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband