Það hefur samt vafist fyrir dómurunum hvernig dæma skildi.

Það má auðvitað ganga að því vísu að þessi dómur sé ekki settur fram í neinu fljótræði, það þarf alltaf meiri tíma í öll mál þar sem peningar koma ekki við sögu. Það er ekta glæpur að stela peningum.  Ég hefði treyst mér til að komast að sömu niðurstöðu um leið og ég heyrði málavexti. Maður lemur ekki börn, hvorki sín eigin, stjúpbörn, eða annara. Svona menn eiga bágt fullir sem ófullir,en málsbætur fáar...
mbl.is Sló stjúpson sinn í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ari minn. Þetta er alveg ömurlegt. Vinkona mín hjálpaði mér að fatta innleggið frá þér um "hin Jón Steinar" Ég var alveg tóm og mundi ekki eftir einum af jójó vinum Davíðs Oddssonar

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.2.2008 kl. 17:45

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður. Já ég verð að láta gera við fattarann og hvar get ég fengið þannig þjónustu. Skil ekki þetta heilastopp að muna ekki eftir þessum manni sem mér hefur nú ekkert fundist neitt spés  En þetta var fyndið og ég var að hugsa hvað meinar Ari og svo sagði vinkona mín mér það og hún hafði gaman af. Hún hélt að ég væri að meina "hin Jón Steinar" Ó nei ég var ekki með hann í kollinum einu sinni. Bless í bili

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.2.2008 kl. 19:05

3 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Satt og rétt, frændi sæll. Merkilegt má heita hve lengi ofbeldismálin veltast fram og til baka í réttarkerfinu áður en niðurstaða fæst. Einkum í samanburði við önnur og ómerkilegri mál á borð við fjársvik og þjófnað. Enn lengri tíma tekur það bótanefndina að gera upp hug sinn og ákveða hvort greiða eigi þolendum hinna ýmissu afbrota einhverjar bætur. Enda jú altalað að nefndin hittist aðeins einu sinni á ári yfir kaffi og kleinum.

Sigurður Axel Hannesson, 14.2.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Vendetta

Ofbeldi gegn börnum er ófyrirgefanlegt. Þessi maður hefði átt að fá amk. 6 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm upp á vatn og brauð.

Dómurunum hlýtur að finnast það í lagi að níðast á börnum, fyrst  manninum er ekki refsað.

Vendetta, 15.2.2008 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband