Uppskrúfað orðagjálfur.

Viðakiptaráð fagnar... Heimdallur fagnar...

Hvað vekur þeim svona mikin fögnuð ? Eru það nýgerðir kjarasamningar þar sem jábræður þeirra viðurkenna í fyrsta sinn, að það sé ríkjandi launaójöfnuður, með því að samþykkja meiri hækkun á lægstu launin ?. Sem eru samt langt frá því að teljast mannsæmandi þrátt fyrir þessar hundsbætur.

Nei allt svoleiðis vekur þeim gremju, fögnuður þeirra er vegna áforma um að lækka tekjuskatt fyrirtækja, ef þetta mætti verða til þess að laða erlend fjármálafyrirtæki til landsins.

Það er ekkert minnst á að lækka tekjuskatt á þeim sem híma við hungurmörkin vegna aðgerða félaga þeirra í ríkisstjórn.

Heimdellingar fagna að vísu niðurfellingu á stimpilgjöldum við kaup á fyrstu íbúð.

Það skyggir hinsvegar á gleði þeirra að þau skuli ekki vera felld alveg niður svo húsabraskarar geti makað sinn krók í ró og næði, það eru fyrst og fremst þeir sem myndu hagnast á algerri niðurfellingu


mbl.is Fagna lækkun skatta á fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Talnasúpa með flóknum útreikningi er árangursrík við að slá ryki í augu fólks. Fórnarkostnaður ! ríkisstjórnarinnar er siðlaus blekkingarleikur vegna þess að mest af krónuhækkunum fer í beina skatta og neyslu sem ríkið hirðir hagnaðinn af í hinu aðskiljanlegasta formi.

Árni Gunnarsson, 19.2.2008 kl. 12:54

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ari. Slæmt að Samfylkingin skuli óhreinka hendur sínar með Sjöllunum sínum að mylja áfram undir þá sem eru ríkir en tekjuskattur þeirra sem er með minnstu tekjurnar breytast sennilega ekkert. Allavega var ekki minnst á það. Slæmar fréttir í hádeginu um loðnuna en margir Vopnfirðingar byggja afkomu sína á uppsjávarfiski. Er mikið að hugsa líka um fréttirnar um byggðakvótann. Hverjum á að selja byggðakvótann? til Samherja eða til þeirra sem vilja róa en eiga engan kvóta. Og hvernig verður verðlagið. Kannski svo hátt að bara stórlaxar geta keypt?????????????

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.2.2008 kl. 15:37

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæl Rósa.

Samherji á nægan kvóta, og svo er spurningin með hina sem vilja róa,það virðist nú vera þannig allavega með marga sem eiga einhvern kvóta að þeir rói bara á bankamiðin, og hafi það fínnt þannig.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 19.2.2008 kl. 22:25

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ari. Mikið til í þessu. Ég get ekki ímyndað mér að verðlagið verði þannig að ungir menn geti keypt kvóta ef þeir vilja hefja útgerð en þeir ríku geta keypt ef byggðakvótinn verður til sölu. Sennilega verður ekkert úr þessari tillögu Ingibjargar Sólrúnar???

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.2.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband