Hvar eru himnastigasmiðirnir núna ???

Ég ætla ekki að tjá mig um samgöngurnar og mögulegar aðkomuleiðir að fyrirhuguðu  "hátæknisjúkrahúsi". En ef ég man rétt þá held ég að ein rökin með byggingu nýs sjúkrahúss væru þau að hafa þetta sem mest á einum stað, en ekki dreift út um allt eins og nú er. En mér sýnist að þetta ætli að verða jafn dreifbýlislegt og það sem fyrir er.

Hvar eru nú háhýsamennirnir, er ekki einmitt tilvalið að svona bygging sé sem mest undir einu þaki, með notagildið fyrir augum og öruggari leiðir innan húss með hraðgengum lyftum milli hæða og annað slíkt, en ekki til að þjóna einhverri metnaðargirni arkitekta, það má vel vera að svona sjúkrahússþorp líti betur út en háhýsi. En um það er ekki spurt þegar verið er troða slíkum byggingum milli gamalla eins og tveggja hæða húsa. Þannig að ef háhýsi hefur einhvern tíman átt rétt á sér þá er það nú. Þetta finnst mér.


mbl.is Framkvæmdir við fyrsta áfanga gætu hafist næsta ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ari. Ég set spurningu við þessara byggingar. Fyrst að það er ekki hægt að reka sjúkrahúsin í dag vegna manneklu og peningaleysis verður þá hægt að reka allt þetta bákn?  Kannski að við flytjum inn fólk frá Miðausturlöndum til að starfa við sjúkrahúsin  Mér sýnist þurfa að kaupa græjur fyrir starfsfólk vegna vegalengda. Velknúin tæki sem þau geta keyrt á eftir öllum þessum göngum.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.2.2008 kl. 13:39

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ari: Nýr spítali mun gagnast okkur öllum en fyrst og síðast sjúklingum. Það væri okkur mikil þægð í því að hætta að nota orðið hátæknisjúkrahús. Okkur starfsmönnum LSH vitum ekki hver fann upp þetta orðskrípi og auk þess finnst okkur það neikvætt og niðurlægjandi. Landspítalinn var og er hátæknisjúkrahús, það mun ekki verða nein breyting á því með tilkomu nýja sjúkrahússins.

Þegar kemur að hönnunni verða menn að gera sér grein fyrir líkanið sýnir ekki bara sjúkrahúsið. Þarna er rannsóknarstofan á Keldum og einnig húsnæði fyrir hjúkrun og læknakennslu komið til viðbótar við tvö sjúkrahús. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að ein elsta deild Háskóla Íslands, læknadeild, hefur hvergi átt heima síðan 1911. Lengst af fékk hún pláss í einhverjum læknasloppsvasanum hjá einhverjum kennaranum.

Ef þú kynnir þér útlit allra þeirra sjúkrahúsa sem er verið að byggja út um allan heim þá er okkar spítali eins og þeir.

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.2.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Rósa: Nýr spítali mun spara 10% af árlegum rekstrarkostnaði, þannig að hann mun greiða sig upp sjálfur. Nýr fallegur spítali með góðri vinnuaðstöðu mun draga að sér starfsfólk mun frekar en gömlu köldu þröngu kofarnir okkar.

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.2.2008 kl. 22:00

4 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæll Gunnar Skúli.

Þakka upplýsingarnar ,fyrir það fyrsta er ég alveg sammála þér um "hátæknisjúkrahús" enda hef ég það innan gæsalappa,mér hefur alltaf fundist vera hálf hallærislegt að nota þetta orðskrípi.Hvað líkanið varðar þá lá beinast við samkvæmt fréttinni að álíta að þetta allt saman væri væntanlegt sjúkrahús.

Ég veit og efast ekki um að þessi spítali muni gagnast okkur öllum, og hef ekkert nema gott af heilbrigðisstarfsmönnum að segja,hef til allrar hamingju notið þeirrar náðar að vera heilsuhraustur og laus við óhöpp,en samt eins og aðrir þurft á þessari þjónustu að halda,og undrast það stundum við hvaða starfsskilyrði er unnið. Tilgangur minn með þessu bloggi í morgun var á engan hátt ætlaður til að gera lítið úr því starfi og starfsskilyrðum sem læknar og hjúkrunarfólk innir af hendi til þess er það altof mikilvægt.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 28.2.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband